Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 74
borist hingað til lands á grundvelli samningsins. í fjórum þessara tilvika hefur
dómsmálaráðuneytið, sem móttökustjórnvald, stuðlað að sátt eða niðurfellingu
mála. Ellefu mál hafa borist héraðsdómstólum til meðferðar en þar af hafa sjö
mál farið til Hæstaréttar. A sama tímabili hafa níu mál verið send utan til með-
ferðar erlendra stjórnvalda og dómstóla. Einu þeirra lauk þó með sátt í dóms-
málaráðuneytinu, þremur með sátt í viðkomandi móttökuríki og fimm með
úrskurði um afhendingu bama til Islands. Við skulum líta á hæstaréttardómana
sjö og athuga á hvaða reglur 12. gr. reyndi helst við úrlausn þeirra mála.
Fyrst ber að nefna H 1998 726 (,,Svíþjóðarmálið“). Málsatvik voru þau að
íslensk kona og maður sem búið höfðu saman í óvígðri sambúð í Svíþjóð í 16
ár slitu samvistum í ágúst 1997 án þess að gengið væri formlega frá sambúðar-
slitum. Þau gerðu með sér samning um sameiginlega forsjá 9 ára dóttur en leit-
uðu ekki eftir staðfestingu valdsmanns á samkomulaginu. Eftir sambúðarslitin
bjó stúlkan hjá móður en umgekkst föður sinn mikið. Móðirin fór til Stokk-
hólms í eina viku í byrjun desember 1997 en á meðan var stúlkan hjá föður
sínum. Hann fór með hana til íslands 5. desember og neitaði móður um skil á
barninu aftur til Svíþjóðar. Héraðsdómur skipaður einum embættisdómara
byggði niðurstöðu sína á því að fram hefði komið í vottorðum sænskra yfir-
valda að þar sem forsjársamningurinn hefði ekki hlotið opinbera staðfestingu
færi móðirin ein með forsjá barnsins samkvæmt sænskum lögum. Dómurinn
gerði því manninum að afhenda konunni barnið án tafar og vísaði meðal annars
til 11. gr. laga nr. 160/1995 en ellegar mætti koma á afhendingu með innsetn-
ingargerð. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og benti sérstaklega á
að maðurinn hefði ekki borið fram gegn kröfu konunnar rökstudd andmæli á
grundvelli 12. gr. laga nr. 160/1995.
Af málatilbúnaði gerðarþola (mannsins) verður ekki séð að hann hafi borið
fyrir sig ákvæði 12. gr. laganna við meðferð málsins fyrir dómi heldur byggt á
því fyrst og fremst að konan hefði afsalað sér réttindum samkvæmt forsjár-
samningnum með því að lýsa því yfir að hún hygðist ekki standa við samn-
inginn að öllu því leyti sem sneri að málefnum dóttur þeirra. Með því hefði
konan afsalað sér forsjánni til hans samkvæmt ákvæði í samningnum. í ljósi
þessa hefur dómurinn takmarkað fordæmisgildi að því er varðar beitingu und-
anþágureglna 12. gr.
í H 1998 3451 reyndi í fyrsta skipti á gildi Haagsamningsins í samskiptum
íslands sem móttökuríkis og Bandaríkjanna sem upprunaríkis. Ég kalla því
dóminn „Bandaríkin I“. Þar hafði bandarískur dómstóll hinn 4. mars 1998
ákveðið skilnaðarskilmála milli íslenskra hjóna sem búsett höfðu verið í Banda-
ríkjunum um tíu ára skeið. Að ákvörðun dómsins skyldi forsjá vera sameiginleg
með þremur sonum þeirra, fæddum 1987, 1990 og 1991. Faðirinn skyldi hafa
rúman umgengnisrétt við börnin en þau skyldu eiga heimili hjá móður innan X-
fylkis og mátti hún ekki flytja þau út fyrir umdæmið án sérstaks leyfis eða
samkomulags í því skyni að breyta heimilisfesti þeirra. Móðirin fór með börnin
til íslands og hélt þeim þar með ólögmætum hætti frá því í júní 1998. Með
68