Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 93
skipulegt gildi laga. Eftir hádegi talaði Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. um laus-
ung í lagaframkvæmd, Gísli Tryggvason hdl. velti fyrir sér þeirri spurningu
hvort dómstólar ættu úrskurðarvald um hvað almenningi væri fyrir bestu og þá
flutti Atli Harðarson heimspekingur erindi um hvort lýðræðið væri ofhlaðið
hugtak. Eftir kaffihlé fóru fram pallborðsumræður sem þátt tóku í, auk fram-
sögumanna, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Oddný Mjöll Arnardóttir hdl. og Sig-
urður Tómas Magnússon héraðsdómari.
Þorgeir Örlygsson prófessor, nú settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu, flutti erindi á hádegisverðarfundi félagsins 9. nóvember um
ný lög um lausafjárkaup, nr. 50/2000, sem öðlast skyldu gildi 1. júní 2001.
Samráðsfundir DI og LMFI voru haldnir 17. febrúar, 6. apríl og 5. október
þar sem rædd voru samskipti félaganna.
Formaður og varaformaður DI áttu fund með Dómstólaráði 17. febrúar. Á
fundinum voru m.a. rædd endurmenntunarmál dómara.
Á aðalfundi LMFI 2000 var samþykkt sú breyting á siðareglum lögmanna að
felld var á brott 2. mgr. 18. gr. áður gildandi reglna um að gagnrýni á störf og
starfsháttu dómstóla mætti einungis hafa uppi á faglegum og málefnalegum
grundvelli. Tillaga til þessarar breytingar var rædd á samráðsfundi DÍ og LMFÍ
16. febrúar og var þeirri skoðun DÍ komið á framfæri að félagið væri mjög ósátt
við hana. Ritaði formaður félagsins LMFÍ jafnframt bréf af því tilefni þar sem
sjónarmiðum DÍ var komið á framfæri og þá ritaði hann grein um sama efni sem
birtist í 2. tbl. Lögmannablaðsins í maí 2000.
Fundur Evrópusamtaka dómara var haldinn í höfuðborg Tékklands, Prag, 12.
og 13. maí. Formaður sótti fundinn þar sem m.a. var rætt um réttarfarsástand í
einstökum ríkjum Evrópu, einkum austurhluta hennar, en þar hafa dómarar átt
fremur erfitt uppdráttar gagnvart framkvæmdavaldinu. Einnig var fjallað um
samstarf við Evrópuráðið og ES, kjaramál dómara, aðgerðir til að koma í veg
fyrir spillingu í dómskerfinu og undirbúning alþjóðaþings dómara í ár.
Fundur formanna dómarafélaganna á Norðurlöndum var í þetta skiptið
haldinn í Ábo í Finnlandi 25. og 26. ágúst. Sótti formaður fundinn sem fór fram
í Ábo Tingsrátt. Var þar m.a. rætt um aukastörf dómara en mikil umræða er um
þau nú um stundir á hinum Norðurlöndunum. Þá kynnti danski formaðurinn þá
endurskoðun sem fram fer á dómstólakerfinu í Danmörku en þar er stefnt að
verulegri fækkun dómstóla og að öll mál byrji í „byretten“.
Alþjóðaþing dómara var haldið í brasilísku borginni Recife dagana 17. til 21.
september. Fundinn sóttu formaður, Helgi I. Jónsson, varaformaður, Eggert
Oskarsson og ritari, Hervör Þorvaldsdóttir. Aðalstörf þingsins fara fram í nefnd-
um og á allsherjarþingi. Eggert tók þátt í störfum I. nefndar, Hervör í störfum
II. nefndar og Helgi í störfum III. nefndar. Skiluðu þau skýrslum um störf
nefndanna.
Formaður sótti aðalfund danska dómarafélagsins sem var haldinn í Nyborg á
Fjóni 3. og 4. nóvember.
Með bréfí formanns réttarfarsnefndar, dagsettu 24. febrúar, var leitað eftir til-
87