Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 94
lögum félagsins til breytingar á lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála
sem skyldi komið á framfæri nefndarinnar fyrir 1. maí. Ákveðið var að félagið
og Dómstólaráð stæðu sameiginlega að tillögugerð. Var fundur haldinn um
efnið 7. apríl þar sem félagsmönnum gafst færi á að koma ábendingum sínum
á framfæri. Afrakstur þess var sá að félagið og Dómstólaráð sendu réttarfars-
nefnd bréf 12. maí með ýmsum tillögum um ofangreint efni.
5. Starfsárið 2000-2001
Aðalfundur Dómarafélags íslands árið 2000 var haldinn í Kornhlöðunni,
Reykjavík, 17. nóvember 2000.
Formaður félagsins, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, var endurkjörinn sem
og aðrir stjórnarmenn, Eggert Oskarsson héraðsdómari, varaformaður, Guðrún
Erlendsdóttir hæstaréttardómari, meðstjórnandi, Finnbogi H. Alexandersson
héraðsdómari, gjaldkeri, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari, ritari. í vara-
stjórn voru kjörin Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari og Freyr Ófeigsson
dómstjóri.
Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari flutti erindi um rökstuðning dóma.
Gerði hún þar grein fyrir lagareglum sem hafa áhrif á hvemig beri að haga rök-
færslu í dómi og fjallaði um hugtökin rök, rökfræði og rökfærslu. Þá kynnti hún
niðurstöður kannana á reglunum og hvernig metið verði hvort úrlausnir dóm-
stóla teljist studdar fullnægjandi rökum.
Árlegt jólahlaðborð félagsins með Lögfræðingafélagi íslands og Lögmanna-
félagi Islands var samkvæmt venju haldið í Víkingasal Hótels Loftleiða
fimmtudaginn 7. desember. Þar flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra gaman-
sama jólahugvekju.
Félagið hélt hádegisverðarfund 15. desember 2000 sem bar yfirskriftina:
Rekstur samkeppnismála fyrir dómstólum - horft um öxl og hugað að framtíð,
m.a. í ljósi breytinga á samkeppnislöggjöfinni með lögum nr. 107/2000. Þar
flutti Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður erindi um ofangreint efni og fjallaði
m.a. um yfirlit yfir helstu efnislegu breytingar sem felast í lögum nr. 107/2000,
bakgrunn íslensks samkeppnisréttar, málsmeðferð í samkeppnismálum á stjóm-
sýslustigi og fyrir dómstólum, svo og nokkur álitaefni tengd rekstri samkeppn-
ismála fyrir dómstólunum og endurskoðunarvaldi þeirra.
Þá hélt félagið hádegisverðarfund 2. febrúar 2001 þar sem Ragnheiður
Bragadóttir prófessor fjallaði um hvort samfélagsþjónusta væri á réttri leið. Þar
gerði hún grein fyrir samfélagsþjónustu, bæði sem leið til þess að fullnusta
óskilorðsbundið fangelsi og fullnustu vararefsingar með samfélagsþjónustu.
Kom þar fram að ákvörðun um samfélagsþjónustu er í höndum stjómvalda
samkvæmt íslenskum lögum. Fjallaði hún um hvaða rök vom fyrir því að sú
leið var farin og hvort þau rök stæðust. Komst hún að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki. Þá ræddi hún að lokum um hvaða áhrif samfélagsþjónusta hafi haft
á afbrot.
Dómarafélag íslands og Dómstólaráð héldu sameiginlegan fund 18. maí
88