Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 8
ummælum áfrýjanda hefði falizt ólögmæt meingerð í garð stefnda í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, eins og þeim hefur verið breytt, og gerði honum að greiða kr. 100.000 í miskabætur. Hæstiréttur vísaði frá dómi kröfu um, að viðurkennt yrði, að áfrýjandi hefði brotið góða lögmannshætti með hátt- semi sinni og ummælum í fjölmiðlum á tímabilinu frá 5. til 28. nóvember 1999 um hæstaréttarmálið nr. 286/1999, en dómur í því gekk 28. október 1999. Ofangreindur dómur Hæstaréttar vakti mikla athygli og umfjöllun í fjöl- miðlum, og ekki víst, að öll kurl séu þar komin til grafar. Lögmannafélag Islands taldi rétt að halda sérstakan fund um málið og var fundarefnið í auglýs- ingu sagt vera dómur Hæstaréttar í málinu nr. 306/2001 og „hvar mörk tján- ingarfrelsis og æruvemdar liggi, hvort af dóminum verði dregnar ályktanir um tjáningarfrelsi lögmanna, hvað lögmenn eigi og megi ganga langt í að tjá sig opinberlega um mál, sem þeir hafa með höndum, hvort þörf sé breytinga á siðareglum lögmanna og öðru slíku“. A fundinum gerði ég grein fyrir því í upphafi, að afstaða mín um sum atriði, sem um yrði fjallað, réðist frekar af almennum lífsskoðunum en beinum lög- fræðilegum rökum. Öll lögfræðileg reifun væri hlutlæg eftir fremsta megni, og afstaða endranær byggð á lögfræðilegum skoðunum mínum og mati á til hvers réttarheimildir leiddu. Tíminn og pappírinn eru takmarkaðar auðlindir, eins og alkunnugt er, og á fundinum var engin leið að fjalla jafn ítarlega um efnið og ætlast mætti til, og verður í sjálfu sér ekki freistað að gera efninu til muna ítarlegri skil í grein þessari, þótt dómareifanir hafi verið auknar. 2. GRUNDVALLARMANNRÉTTINDI, 71. OG 73. GR. STJÓRNAR- SKRÁR Af sögunni er okkur kunnugt, að mannréttindum var upphaflega skipt í hin svokölluðu borgaralegu og pólitísku mannréttindi annarsvegar, neikvæð rétt- indi, og efnahagsleg og félagsleg réttindi hinsvegar, jákvæð réttindi. Hin neikvæðu mannréttindi voru þau, sem frumherjamir í Norður Ameríku og Frakklandi lögðu fyrst og fremst áherzlu á, enda voru þeir að glíma við ein- valdsstjómir, sem virtu réttindi borgaranna lítils eða einskis. í Sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandaríkjanna voru réttindin stuttlega orðuð þannig efnislega, að allir menn væru fæddir jafnir og hefðu frá skapara sínum þegið réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar. Franski heimspekingurinn Voltaire, sem var á dögum frá því rétt fyrir alda- mótin sautjánhundruð og lézt ekki fyrr en ellefu árum fyrir frönsku stjómar- byltinguna, það er 1778, mótaði í ódauðlegri setningu afstöðu sína til tjáningar- frelsis: „Ég er ekki endilega sammála því sem þú segir, en ég skal til dauða verja rétt þinn til að segja það“. (Sagði líka: „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég skal til dauða verja rétt þinn til að hafa þær“.)' 1 Þótt skömm sé frá að segja, hefur höfundi ekki tekizt að finna ummæli Voltaires orðrétt á frönsku á veraldarvefnum. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.