Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 95

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 95
3. BORGARALÖGBÓKIN NÝJA 1. Aðdragandi og þróun8 í kjölfar umskiptanna miklu 1991 fylgdu nýjir siðir nýjum herrum, eins og vænta mátti, og brátt varð ljós nauðsyn þess að endurskoða frá grunni alla einkaréttarlöggjöf ríkisins og samræma hana hinni nýju þjóðfélagsmynd. Virtist ráðamönnum og lögvísindamönnum þá frá upphafi nærtækt að semja og lögtaka nýja borgaralögbók fyrir gjörvallt ríkið. Atti sú hugmynd sér m.a. rætur í þeim lögbókum, sem gilt höfðu á sovéttímunum, þótt ófullkomnar væru, og vitneskjan um lögbókarfrumvarpið mikla frá 1913 (sem fyrr var getið) var vissulega enn við lýði meðal lærdómsmanna í lögum, sem áhrif höfðu í þessum efnum.9 Frá upphafi var ljóst, að fyrirmyndir að ýmsum þáttum hinnar nýju lögbókar yrði að sækja til vestrænna þjóða, sem bjuggu við gamalgróna lög- bókarhefð, en einnig mætti hafa gagn af ýmsu því, sem vel þótti hafa gefist í Iöggjafarmálefnum og réttarframkvæmd meðal sumra þeirra þjóða, er ekki búa við allsherjarlögbækur á einkaréttarsviði svo sem Bandaríkjamanna. Þá blasti einnig við, að í lögbókinni yrðu að vera fullnægjandi ákvæði um alla þá þætti nútíma viðskiptalífs, sem skotið hafa upp kollinum eftir hrun Sovétríkjanna, svo sem um félagarétt og verðbréfarétt. Einnig varð að styrkja grunn einstakl- ingseignarréttar og almenns viðskiptafrelsis - og færa allar meginreglur þar um í svipað horf og gerist nú meðal þeirra þjóða heims, sem hvað lengst hafa náð í frjálsum viðskiptum og vemdun réttinda borgaranna. Aldrei kom þó til greina að sníða alla efnisþætti bókarinnar að erlendum fyrirmyndum heldur voru sam- mæli um að halda að nokkru í rússneska réttarhefð eftir því sem við yrði komið. Þá var einnig lögð áhersla á, að lögbókin yrði samin á alþýðlegu máli, eftir því sem frekast væri unnt, enda þótt vitanlega væri óhjákvæmilegt að nota fjölmörg lögfræðileg hugtök, sem ekki má ætla að geti verið almenningi töm. Sú skipan komst á, að forsetaembættið sjálft tók frá upphafi að sér for- ystuhlutverk við smíði hinnar nýju lögbókar, og var í því augnamiði sett á lagg- imar sérstök stjómar- og fræðistofnun: Rannsóknarstofnun í einkamálarétti (fullt heiti á ensku: The Private Law Research Centre under the President of the Russian Federation) í Moskvu, sem starfar í beinum tengslum við forseta- 8 Bent skal á, að mjög greinargott og ítarlegt yfirlit um tilurðarsögu hinna tveggja fyrstu meginhluta lögbókarinnar er að finna í inngangsritgerð með útgáfu lögbókarinnar í enskri þýðingu eftir Peter B. Maggs (í samvinnu við A. N. Zhiltsov), sem síðar verður einnig getið. Ritgerðin, sem er eftir A. L. Makovsky og S. A. Khokhlov, nefnist „Introductory Commentary to the Civil Code“, bls. 61-144 í útgáfunni. Hún fjallar um sögulegan aðdraganda og ýmsa athyglisverða þætti lögbókarstarfsins, en einnig er þar að finna gagnorða umfjöllun um einstaka efnisþætti bókarinnar. 9 Sumt úr þessu gamla en vandaða og efnismikla frumvarpi var notað, eins og áður hefur komið fram, þegar samdar voru einkaréttarlögbækur Sovétríkjanna 1922 og 1964. 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.