Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 65
I svokölluðu KIS Sccm Detectronics Pwduction50 máli voru atvik þau að stefnendur höfðu keypt hluti í útboði hjá samlagsfélagi. Félagið sem var nýsköpunarfyrirtæki hafði verið stofnað um sölu og þróun á nýjum tækjabúnaði til lækninga. Stefnendur kröfðust þess að áskrift þeirra yrði ógilt á grundvelli þess að útboðslýsingin hefði að geyma rangar og villandi upplýsingar. Töldu stefnendur að fjárhagsáætlun sem hafði verið birt í útboðslýsingunni væri óraunhæf og að miðað við þær upplýsingar sem útboðsaðilarnir höfðu hafi þeim mátt vera ljóst að ómögulegt væri að ná þeim áætl- unum sem settar voru fram. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stefnendum hefði ekki tekist að sanna þessa fullyrðingu. Annað mál af svipuðum toga er svokallað K/S Dan Muslingere mál.51 I því reyndi einnig á það hvort þeir sem stóðu að útboðinu hefðu átt að gera sér grein fyrir að áætlanir gætu ekki staðist. Fyrirtækið var nýsköpunarfyrirtæki sem vann að þróun tækjabúnaðar til vinnslu skelfisks. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt upplýsingar í útboðslýsingu hafi í mörgum þáttum einungis gefið almennt yfirlit þá hafi komið fram með skýrum hætti að fyrirtækið þyrfti að endurskipuleggja fjárhag sinn og rekstur. Talið var ósannað að mönnum hafi verið ljóst að áætlanir myndu ekki ná fram að ganga. Við gerð fjárhagsáætlana þurfa menn ávallt að beita ákveðnu mati á að- stæðum og þeim staðreyndum sem liggja fyrir um rekstur félags. Af niðurstöðu dómanna má ráða að við gerð skráningarlýsinga hjá nýsköpunarfyrirtækjum hafi menn ákveðið svigrúm við gerð fjárhagsáætlana. Staðan er að jafnaði sú í þessum tilvikum að útilokað er að fullyrða nokkuð um hvernig þróun vöru og tekjuöflun muni ganga. Menn hafa hins vegar ekki frjálsar hendur við áætl- anagerð heldur verða að byggja hana á þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ef t.d. lægi fyrir að upp hefðu komið gallar á vél og nauðsynlegt væri að leggja í ákveðinn kostnað við þróun þarf það að endurspeglast í fjárhagsáætluninni. Þriðja málið sem má nefna hér til skýringar er svokallað L0gst0r Hotel mál.52 Stefnandi taldi að upplýsingar í útboðslýsingu um mögulegar leigutekjur og um ábyrgð á leigugreiðslum væru ófullnægjandi og villandi. Byggt var á því að tölurnar hefðu ekki byggst á fullnægjandi athugun og mati á þessum þáttum. Dómurinn féllst á þessi rök og taldi stefnanda óbundinn af áskriftinni. Af þessu máli má ráða að þrátt fyrir að áætlanir byggist á matskenndum þáttum er engu að síður gerð krafa um að menn afli sér upplýsinga um einstaka þætti í áætluninni eftir því sem kostur er. Menn verða að skoða reynslu á sambærilegum sviðum og undirbyggja þannig matið. Mörg álitaefni vakna við ákvörðun bótaábyrgðar sem eru sérstæð á þessu réttarsviði. Til að varpa ljósi á þau sérstöku sjónarmið sem hér eiga við verður 50 Sjá hér UfR 1996 H bls. 271. 51 Sjáhér UfR 1994 Hbls. 895. 52 Sjá hér UfR 1993 H bls. 696. 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.