Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 73
Þótt stjórnamienn og umsjónaraðilar láti utanaðkomandi sérfræðinga gera úttektir á tilteknum þáttum í starfsemi fyrirtækja eða láti lögmenn gera heild- stæða áreiðanleikakönnun á félaginu firrir það þá ekki þeirri ábyrgð sem á þá er lögð. Ef umræddir sérfræðingar gefa aftur á móti sjálfstæða yfirlýsingu um einhverja þætti í skráningarlýsingunni geta þeir hins vegar borið beina og sjálf- stæða ábyrgð gagnvart fjárfestum. Þá gæti endanleg bótaábyrgð fallið á við- komandi sérfræðing. Benda má á að séu utanaðkomandi sérfræðingar ráðnir til þess að gera úttektir eru meiri líkur fyrir því að skyldum stjómarmanna og umsjónaraðila sé fullnægt. Grundvöllur að ábyrgð þessara aðila er sérfræði- ábyrgð með ströngu sakarmati eins og áður er rakið. 14.3.5 Ábyrgð útgefanda Eitt af þeim álitaefnum sem vakna við umfjöllun um bótaábyrgð vegna skráningar verðbréfa er hvort útgefandinn sjálfur, félagið, geti borið bótaábyrgð gagnvart fjárfestum. Samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar ber félag (vinnuveitandi) ábyrgð á verkum starfsmanna sinna, þ.m.t. stjórnarmanna. I raun er litið svo á að háttsemi stjórnenda félags feli í sér sök félagsins sjálfs.68 Um ábyrgð sjálfstæðra verktaka, eins og t.d. fjármálastofnana, endurskoðenda og lögmanna, gildir almennt sú regla að þeir beri beina ábyrgð gagnvart tjón- þola. Út frá þessum sjónarmiðum væri nærtækast að álykta sem svo, að væri fyrir hendi sök hjá stjóm félags eða annarra verktaka sem félagið hefur ráðið til þess að vinna að gerð skráningarlýsingar fyrir sig, að félagið sjálft bæri einnig bótaábyrgð á því tjóni sem varð vegna misvísandi upplýsinga. Sterk rök mæla með þessari niðurstöðu þar sem skráningin er gerð í þágu félagsins og hluthafa þess og skráningarlýsingin er lögð fram í nafni félagsins. Fræðimenn hafa sett fram það sjónarmið að óeðlilegt sé að láta útgefandann sjúlfan bera beina ábyrgð í þessum tilvikum.69 Helstu röksemdimar fyrir þessu sjónarmiði eru þær að með því að viðurkenna bótaábyrgð félagsins væri verið að ganga á eigið fé þess, þannig að aðrir hluthafar félagsins væru að bera tjónið í enn lægra verði á þeim hlutabréfum sem þeir ættu. Að auki væru hagsmunir lánardrottna félagsins settir í hættu með því að háar fjárkröfur gætu stofnast á hendur félaginu og jafnvel svo háar að félagið yrði ógjaldfært. Þessu sjónarmiði má finna nokkra stoð t.d. í dómi H 1988 1624 sem er eitt af svokölluðum Hafskipsmálum. í því máli tekur Hæstiréttur hagsmuni lánardrottna fram yfir hagsmuni aðila sem skráði sig fyrir hlutafé í félaginu m.a. á grundvelli ófull- nægjandi upplýsinga. Hafa verður þó í huga að þessi dómur fjallar um réttar- stöðu aðila gagnvart þrotabúi. Þá styðst þetta sjónarmið einnig við ákvæði 18. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll, en þar eru tilgreindir sérstaklega þeir aðilar sem bera ábyrgð á skrán- ingarlýsingunni án þess að félagið sjálft sé nefnt. 68 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 230. 69 Sjá Erik Werlauff: Bprs- og kapitalmarkedsret, bls. 196-198. 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.