Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 20
„Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Gagnrýni á störf og starfsháttu dómstóla má einungis hafa uppi á faglegum og málefnalegum grundvelli“.18 Aminnti stjómin lögmanninn, sent kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem staðfesti hann með vísan til forsendna. Lögmaðurinn kvartaði til Mannréttindanefndar Evrópu, sem mun hafa beint því til aðila að sætta málið og gerði sáttatillögu, sem aðilar féllust á. I sáttinni fólst, að íslenzka ríkið greiddi allan kostnað lögmannsins af málinu fyrir Hæstarétti og fyrir nefndinni og að auki fékk lögmaðurinn bætur, sem greiddar voru án þess að íslenzka ríkið viðurkenndi í sjálfu sér bótaskyldu. Lítill vafi er á því, að hefði málið gengið til dóms hjá mannréttindadómstólnum, hefði íslenzka ríkið verið talið hafa brotið gegn 10. gr. sáttmálans. Nýlegur norskur úrskurður Hér verður einnig að geta þess, að úrskurðamefnd norskra lögmanna hefur nýlega komizt að þeirri niðurstöðu, að lögmaður hefði brotið gegn góðum lögmannsháttum með orðalagi í stefnu, sem hann kynnti í fjölmiðlum áður en málið var þingfest. Hefði lögmaðurinn gengið lengra í málflutningi sínum en það, sem sanngjamt svigrúm hans til að gæta hagsmuna skjólstæðings heimilaði.19 Alyktun af dómum Mannréttindadómstólsins Af ofangreindum dómum Mannréttindadómstólsins tel ég að draga megi þá ályktun, að meiri kröfur verði gerðar til lögmanna en annarra um hóflegt orðalag og aðgætni í gagnrýni á dómstólana og aðra þá þjóna réttvísinnar, sem lögmenn eiga samskipti við.20 Þegar hinsvegar metið er frelsi lögmanna til þátttöku í opinberum umræðum endranær, eiga þessi sérstöku sjónarmið um hagsmuni af virðingu fyrir dómstólunum ekki við. Þá hafa lögmenn sama tján- ingarfrelsi og aðrir, ekki meira en heldur ekki minna. 6. ÁREKSTUR TJÁNINGARFRELSIS OG FRIÐHELGI EINKALÍFS Á undanförnum tveimur áratugum hefur Mannréttindadómstóll Evrópu æði oft fjallað unt meint brot á 10. gr. mannréttindasáttmálans. Tveir dómar mannréttindadómstólsins eru mikilvægastir vegna umfjöllunar- efnis þessarar greinar: 18 Tekið eftir útgáfu Lögmannafélags íslands, sem dreift var meðal lögmanna vegna aðalfundar árið 2000. 19 Reifað eftir Lögmannablaðinu, 8. árgangi, júní 2/2002, bls. 11. 20 Vísa má til efnisgreinar 45 í máli Nikula: „Moreover, the courts - the guarantors of justice, whose role is fundamental in a State based on the rule of law - must enjoy public confidence. Regard being had to the key role of lawyers in this field, it is legitimate to expect them to contribute to the proper administration of justice, and thus to maintain public conftdence therein". 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.