Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 76
kauphöllin orðið ábyrg fyrir tjóni sem af því hlýst ef dómstóll mundi meta það þannig að synja hefði átt um skráningu ef þessum upplýsingum væri sleppt. Brotið felst í þeim mistökum starfsmanna kauphallar að skrá félag sem ekki hefði átt að fá skráningu eða eftir atvikum hirðuleysi við athugun gagna. Þar sem þessi ábyrgð er leidd af lögum sem gilda um starfsemi kauphalla verður að telja þeim óheimilt að undanþiggja sig ábyrgð gagnvart fjárfestum að þessu leyti. Kauphallir vinna störf sem eru á aðra höndina einkaréttarlegs eðlis og hina höndina opinbersréttarlegs eðlis. Þannig eru kauphallir að inna af hendi störf sem stjómvald en þau störf felast m.a. í eftirliti með útgefendum og upplýs- ingagjöf. Samkvæmt eldri kenningum um skaðabótaábyrgð stjórnvalda hefur verið talið að ekki sé unnt að gera eins miklar kröfur um ábyrgð eftirlitsskyldra stjómvalda og einkaaðila. Þetta hefur m.a. verið rökstutt með því að eftirlits- skyldan beinist ekki að því að vemda einkahagsmuni heldur almannahagsmuni sem felast í því að halda uppi reglu á viðkomandi sviði.73 Þessar kenningar hafa verið á nokkru undanhaldi á síðustu árum. Af dómafordæmum er erfitt að átta sig nákvæmlega á stöðu stjómvalda að þessu leyti. I sumum tilvikum eru gerðar ákaflega litlar kröfur á meðan í öðrum tilvikum eru gerðar ríkar kröfur. Telja verður að í sjálfu sér sé eðlilegt að gera sambærilegar kröfur til stjómvalda og einkaaðila þegar verið er að fjalla um skaðabótaábyrgð stjórnvalda. Hins vegar verður hverju sinni að líta á þær skyldur sem hvfla á viðkomandi stjórnvaldi að lögum og meta háttsemi þeirra út frá þeim. Stundum kann aðstaðan að vera sú að eftirlitsskyldan beinist eingöngu að tilteknum þáttum og verða stjórnvöld ekki látin bera ábyrgð út fyrir þann ramma. Athyglisverðan dóm sem fjallar um þessi álitaefni er að finna í H 1996 1255 um skyldur Seðlabanka íslands í máli Ávöxtunar sf. í málinu var Seðlabankinn sýkn- aður af bótakröfum þar sem ekki þótti sannað að starfsmenn hans hefðu fengið full- nægjandi upplýsingar um misfellur í starfsemi Ávöxtunar sf. fyrr en tæpum mánuði áður en gripið var til aðgerða. I umfjöllun dómsins kemur hins vegar fram að tilefni hafi verið fyrir Seðlabankann að ganga fram fyrr og af meiri festu. Með vísan til þess að verðbréfamarkaðir voru í mótun á Islandi á þessurn tíma hefðu þeir þar af leiðandi verið viðkvæmir fyrir afskiptum eftirlitsaðila svo og þess að reglur um starfsemina voru ekki ítarlegar var ekki talið fullnægjandi tilefni til þess að bankinn aðhefðist í málinu. Ein skýringin á því að erfitt er að átta sig á dómum um ábyrgð stjómvalda er tilhneiging til að skýra þá á grundvelli hefðbundinna sjónarmiða skaðabóta- réttar utan samninga um sök og hlutlæga ábyrgð. Ábyrgð stjómvalda er hins 73 Arnljótur Björnsson: „Er bótaábyrgð hins opinbera vegna gáleysis opinberra starfsmanna þrengri en vinnuveitendaábyrgð almennt“. Afmælisrit Gauks Jörundssonar, bls. 27 og áfram, en þar ber höfundur saman reglur á þessu sviði á Norðurlöndum og víðar. 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.