Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 92

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 92
ræma þá stefnu áætlanabúskapnum. Reynt var, með misjöfnum árangri, að draga nokkuð úr miðstýringu efnahagslífsins og farið var að huga að auknum borgararéttindum. Settu þessar hræringar m.a. mark sitt á löggjöfina um hríð, en á vissum tímabilum urðu þó „aftursveiflur" í þeim málum. Einni meinsemd tókst aldrei að útrýma á sovéttímunum: I orði kveðnu var látið heita svo, að dómstólar ríkisins væru algerlega sjálfstæðir - og að þrí- greining ríkisvaldsins væri virt - en svo var ekki í reynd. Dómstólamir voru í ríkum mæli liáðir framkvæmdarvaldinu og tóku, eftir aðstæðum, við fyrir- mælum frá fulltrúum þess. Meðal annars af þeirri ástæðu var ekki unnt að segja með réttu, að réttarríki - í þeirri merkingu, sem það hugtak hefur á Vesturlönd- urn - væri við lýði í Sovétríkjunum sálugu. Arið 1964 lögtóku Sovétmenn nýja borgaralögbók, er gilti um allt ríkið, en hún var sannast sagna afar ólík þeim einkaréttarlögbókum, sem þá giltu í flest öllum ríkjum Vestur-Evrópu, og einkaréttindum af flestum toga vom þar mikil takmörk sett. Lögbók þessi gilti að meginstefnu - en þó með miklum breyt- ingum - þar til núverandi lögbók og önnur löggjöf henni tengd leysti hana af hólmi í áföngum. Þar kom, að hugsjóna- og efnahagsgrunnurinn fyrir Sovétveldinu tók að bresta og smárn saman náði sú stefna fylgi ráðamanna, að gagngerra umbóta væri þörf, bæði í hagstjórnarmálum og varðandi lýðréttindi borgaranna. Gætti þessa einkum eftir að Mikhail Gorbachev varð flokksformaður árið 1985, og er óþarfi að rekja hér frekar sögu þess átakatímabils, sem leiddi að lokum til þess að Sovétríkin lögðust af 1991 og sambandsríkið Rússland var stofnað ásamt fjölmörgum nýjum fullvalda ríkjum, er áður höfðu heyrt undir Sovétríkin. A Gorbachev-tímanum var, svo sem kunnugt er, hafist handa við setningu margvíslegrar löggjafar, sem átti að tryggja umbætur í lýðræðis- og framfaraátt, og mannréttindi (eftir vestrænni fyrirmynd) voru aukin. 2.5 „Endurfæðing“ lagakerfis og lögfræði á síðustu árum - í óstöðugu samfélagi Enn var hert á þessari þróun í frjálsræðis- og framfaraátt eftir stofnun hins nýja rússneska ríkis, og má með sanni segja, að mikill árangur hafi náðst á því sviði, a.m.k. ef mið er haft af lögunum einum saman (en „lagaframleiðslan“ á vettvangi rússneska þjóðþingsins hefur verið afar mikil síðustu árin). Á flestum réttarsviðum hefur komið til sögunnar ný löggjöf, sem löguð er að frjálsu markaðskerfi og hvers kyns borgararéttindum, og miðar að því að breyta og bæta stjómkerfi og lagaumhverfi ríkisins að því marki, sem hinir nýju valdhafar telja fullnægjandi til að mæta kröfum breyttrar samfélagsmyndar.3 3 Um réttarskipan í Rússlandi, í kjölfar hinnar miklu lagaendurskoðunar eftir endalok Sovét- ríkjanna, má m.a. vísa til tveggja vandaðra og efnismikilia rita: Law and Legal System of the Russian Federation eftir Gennady M. Danilenko og William Burnham, 2. útg. New York 2000, og Russian Law eftir William E. Butler, Oxford 1999, sem áður var einnig getið. Sjá og um rússneska lögfræði nú um stundir rit eftir W. E. Butler: Russian Legal Theory. Aldershot 1996. 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.