Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 3
Tímarit
löafræðinqa
3. hefti • 52. árgangur
argangur
október 2002
ÚRSKURÐARVALDí STJÓRNSÝSLUNNI
Deilur á sviði stjómsýslunnar, hvort heldur þær eru á milli einstaklinga eða
einstaklinga við stjómsýsluna, eru útkljáðar á ólíkan hátt eftir því hver ríki eiga
í hlut. Á Norðurlöndum hafa hinir almennu dómstólar endanlegt úrskurðarvald
á þessu sviði í Danmörku, Noregi og á íslandi en í Svíþjóð og Finnlandi er þetta
vald á hendi sérstakra dómstóla sem við Islendingar höfum kallað stjómsýslu-
dómstóla. (Á sænsku allmánna förvaltningsdomstolar, fyrsta dómstig, og Re-
geringsratten, áfrýjunardómstig) Svo fleiri dæmi séu nefnd þá hafa Þjóðverjar
stjórnsýsludómstóla en ekki Bretar.
í þeim löndum, þar sem hinir almennu dómstólar hafa endanlegt úrskurðar-
vald í stjómsýsludeilum, er í fæstum tilvikum svo að málin byrji fyrir þeim.
Hérlendis fara ráðherrar með víðtækt úrskurðarvald en í auknum mæli er
úrskurðarvaldið fengið í hendur sérstökum stjómsýslunefndum, stundum á
tveimur stigum. Venjulegast hafa deilumálin farið um þau stig stjómsýslunnar
sem fyrir hendi era, og einnig kann að vera skylt að fara stjómsýsluleiðina til
enda, áður en til dómstólanna verður leitað. Annars er almenna reglan sú að
hægt er að skjóta málum beint til dómstólanna án þess að leita fyrst úrræða í
stjómsýslunni.
Þar sem eru stjómsýsludómstólar munu þó einnig vera starfandi stjóm-
sýslunefndir með úrskurðarvald en í tiltölulega litlum mæli.
Áður en lengra er haldið skal þess sérstaklega getið að þrír valinkunnir lög-
fræðingar rita stuttar greinar um stjómsýslunefndir í 4. tbl. Úlfljóts árið 2000,
þ.e. þeir Páll Hreinsson, Kristján Andri Stefánsson og Sigurður Tómas Magnús-
son. Full ástæða er til að vekja athygli á þessum greinum. Sigurður Tómas gerir
í grein sinni skil þeim kostum sem hann telur stjómsýslunefndir með
úrskurðarvald hafa fram yfir dómstólana og öfugt. Sigurður segir eftirfarandi:
197