Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 78
Ef við víkjum að fyrri spurningunni um það hvort aðili þurfi sýna fram á að
hann hafi reitt sig á villandi upplýsingar við ákvörðun má tefla fram ýmsum
sjónarmiðum. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að ekki þurfi að sanna
orsakatengsl í þessum tilvikum.76 Aðrir hafa bent á að gagnstæð niðurstaða eigi
að gilda. Ymis rök má setja fram með og á móti en þau helstu verða rakin hér
á eftir.
I fyrsta Iagi má benda á að það mun í mörgum tilvikum útilokað fyrir
fjárfesti að sanna að villandi upplýsingagjöf hafi ráðið mati hans. Mat aðila á
því hvort hann kaupir eða selur verðbréf á hann fyrst og fremst við sjálfan sig
þótt í einhverjum tilvikum geti aðstæður verið þær að aðili hafi lagt tilteknar
forsendur fyrir ráðgjafa eða aðra aðila. Ef strangar kröfur yrðu gerðar að þessu
leyti væri verið að útiloka bótaábyrgð í mjög mörgum tilvikum. I öðru lagi er
rétt að nefna að það geta verið margar orsakir fyrir því að aðili ákveður að eiga
viðskipti með tiltekin verðbréf. Villandi upplýsingar geta verið mismunandi
mikill þáttur í þeirri ákvörðun. Þegar á bótakröfu reynir myndi aðili að sjálf-
sögðu reyna að gera sem mest úr því að hann hafi reitt sig á þessar villandi upp-
lýsingar, en draga úr þýðingu annarra þátta. Ljóst er að það getur skapað ærin
vandamál að slaka mikið á sönnunarkröfum á þessu sviði. í þriðja lagi verður
að líta til þess að væri nægjanlegt að benda á hinar ófullnægjandi upplýsingar
og staðhæfa að hefðu þær ekki verið fyrir hendi þá hefði aðili sleppt því að
kaupa eða eftir atvikum selt verðbréfin á hærra verði, myndi það opna mögu-
leika á kröfugerð fjölmargra aðila sem hafi í raun ekki reitt sig að neinu leyti á
þær upplýsingar sem voru ófullnægjandi. í fjórða lagi ber að hafa í huga að
almennar reglur um sönnun orsakatengsla gera almennt ráð fyrir ríkum sönn-
unarkröfum nema í undantekningartilvikum. Frávik frá þeim reglum verða að
styðjast við verulega ríka hagsmuni. Fleiri röksemdir mætti tína til með og á
móti því að slaka á sönnunarkröfum en við þessar verður látið sitja hér.
Ljóst er að úrlausnarefni á þessu sviði geta reynst mjög vandmeðfarin. Þótt
meginreglan verði sú að gerðar verði venjulegar kröfur um sönnun á þessu sviði
má gera ráð fyrir að dómstólar muni að einhverju marki slaka á sönnunar-
kröfum. Mun það einkum eiga við þegar sök liggur skýrlega fyrir, full sönnun
orsakatengsla er útilokuð, verðbreytingar á verðbréfum hafa verið verulegar og
tjónþoli hefur leitt verulegar líkur að því að hinar villandi upplýsingar hafi
orsakað viðskipti eða eftir atvikum athafnaleysi.
Sömu sjónarmið koma til athugunar við skoðun á seinni spumingunni, þ.e.
þegar kemur að því að sanna hvort villandi upplýsingar hafi leitt til verðbreyt-
inga. Svo sem kunnugt er hafa margir þættir áhrif á verð verðbréfa. Hlutabréfa-
markaðir eru t.d. mjög óútreiknanlegir, þannig að verðbréf fyrirtækja geta fallið
í verði þótt afkoma útgefanda sé góð og áætlanir þeirra hafi staðist. Getur þetta
t.d. orsakast af almennum verðlækkunum á markaði. Af þessum sökum getur
orðið mjög erfitt að sanna tengsl á milli vanrækslu og tjóns. Þá myndu minni-
76 Sjá Peer Schuiiiburg-Múller og Erik Bruun Hansen: Dansk Börsret, bls. 143 og 146.
272