Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 78

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 78
Ef við víkjum að fyrri spurningunni um það hvort aðili þurfi sýna fram á að hann hafi reitt sig á villandi upplýsingar við ákvörðun má tefla fram ýmsum sjónarmiðum. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að ekki þurfi að sanna orsakatengsl í þessum tilvikum.76 Aðrir hafa bent á að gagnstæð niðurstaða eigi að gilda. Ymis rök má setja fram með og á móti en þau helstu verða rakin hér á eftir. I fyrsta Iagi má benda á að það mun í mörgum tilvikum útilokað fyrir fjárfesti að sanna að villandi upplýsingagjöf hafi ráðið mati hans. Mat aðila á því hvort hann kaupir eða selur verðbréf á hann fyrst og fremst við sjálfan sig þótt í einhverjum tilvikum geti aðstæður verið þær að aðili hafi lagt tilteknar forsendur fyrir ráðgjafa eða aðra aðila. Ef strangar kröfur yrðu gerðar að þessu leyti væri verið að útiloka bótaábyrgð í mjög mörgum tilvikum. I öðru lagi er rétt að nefna að það geta verið margar orsakir fyrir því að aðili ákveður að eiga viðskipti með tiltekin verðbréf. Villandi upplýsingar geta verið mismunandi mikill þáttur í þeirri ákvörðun. Þegar á bótakröfu reynir myndi aðili að sjálf- sögðu reyna að gera sem mest úr því að hann hafi reitt sig á þessar villandi upp- lýsingar, en draga úr þýðingu annarra þátta. Ljóst er að það getur skapað ærin vandamál að slaka mikið á sönnunarkröfum á þessu sviði. í þriðja lagi verður að líta til þess að væri nægjanlegt að benda á hinar ófullnægjandi upplýsingar og staðhæfa að hefðu þær ekki verið fyrir hendi þá hefði aðili sleppt því að kaupa eða eftir atvikum selt verðbréfin á hærra verði, myndi það opna mögu- leika á kröfugerð fjölmargra aðila sem hafi í raun ekki reitt sig að neinu leyti á þær upplýsingar sem voru ófullnægjandi. í fjórða lagi ber að hafa í huga að almennar reglur um sönnun orsakatengsla gera almennt ráð fyrir ríkum sönn- unarkröfum nema í undantekningartilvikum. Frávik frá þeim reglum verða að styðjast við verulega ríka hagsmuni. Fleiri röksemdir mætti tína til með og á móti því að slaka á sönnunarkröfum en við þessar verður látið sitja hér. Ljóst er að úrlausnarefni á þessu sviði geta reynst mjög vandmeðfarin. Þótt meginreglan verði sú að gerðar verði venjulegar kröfur um sönnun á þessu sviði má gera ráð fyrir að dómstólar muni að einhverju marki slaka á sönnunar- kröfum. Mun það einkum eiga við þegar sök liggur skýrlega fyrir, full sönnun orsakatengsla er útilokuð, verðbreytingar á verðbréfum hafa verið verulegar og tjónþoli hefur leitt verulegar líkur að því að hinar villandi upplýsingar hafi orsakað viðskipti eða eftir atvikum athafnaleysi. Sömu sjónarmið koma til athugunar við skoðun á seinni spumingunni, þ.e. þegar kemur að því að sanna hvort villandi upplýsingar hafi leitt til verðbreyt- inga. Svo sem kunnugt er hafa margir þættir áhrif á verð verðbréfa. Hlutabréfa- markaðir eru t.d. mjög óútreiknanlegir, þannig að verðbréf fyrirtækja geta fallið í verði þótt afkoma útgefanda sé góð og áætlanir þeirra hafi staðist. Getur þetta t.d. orsakast af almennum verðlækkunum á markaði. Af þessum sökum getur orðið mjög erfitt að sanna tengsl á milli vanrækslu og tjóns. Þá myndu minni- 76 Sjá Peer Schuiiiburg-Múller og Erik Bruun Hansen: Dansk Börsret, bls. 143 og 146. 272
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.