Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 90

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 90
keisara, sem varð til á löngum tíma, var að ýmsu leyti ósamstætt og sundurleitt innbyrðis og varð því ekki borið saman við það, sem tíðkaðist í löggjafarefnum meðal margra vestrænna ríkja eftir því sem tímar liðu og lögfræði náði þar að þróast. Þá skipti einnig meginmáli, að á stjómartíma hinna rússnesku keisara var þar aldrei lögtekin einkaréttarlögbók (né heldur lögbækur á öðrum sviðum) í skilningi vestrænnar lögfræði, en það hefði hins vegar orðið réttarþróun í ríkinu mjög til framdráttar. Rússnesk kirkjulöggjöf var þó um margt sniðin að fyrirmynd sambærilegrar löggjafar meðal annarra kristinna þjóða, en Rússar fylgdu rétttrúnaðarkirkjunni (austurkirkjunni) í þeim málum. Sú kirkjudeild hefur eflst mjög á ný þar í landi á síðustu ámm, eftir að sovétstjómin leið undir lok. A fyrri skeiðum rússneskrar sögu höfðu reyndar einstakir furstar sett löggjöf á tilteknum sviðum, sem segja má að hafi haft viss einkenni lögbóka, en sú löggjöf mátti þó kallast frumstæð enda sjaldnast „langlíf‘. 2.2 Rætur lagakennslu Háskólar - í nútímaskilningi - komu seinna til sögunnar í Rússlandi en víðast var á Vesturlöndum, og lagakennsla átti þar lengi ekki miklu gengi að fagna, enda efniviður hennar síður en svo vel aðgengilegur kennurum og nem- endum. Má geta þess í því sambandi, að fjölmargar tilskipanir, sem höfðu lagagildi, voru ekki birtar opinberlega og þær, sem birtar höfðu verið, voru heldur ekki á hvers manns borði. Hins vegar voru ýmis dærni þess á síðari öldum, að ungir rússneskir menntamenn stunduðu laganám við vestræna há- skóla. Þjóðin var lengi menningarlega einangruð gagnvart öðrum þjóðum - aldrei þó eins hörmule|a og þegar hún bjó undir oki mongólskra stjómarherra á árunum 1240-1480. A stjómartímum Péturs mikla (d. 1725) varð þó veruleg breyting þar á, því að hann „opnaði gluggann til vesturs“ eins og alkunna er, enda þótt vestræn menningaráhrif næðu þá vitanlega einkum til hlutfallslega fámenns hóps yfirstéttar, en ekki til alls almennings í hinu víðlenda ríki hans. Nítjánda öldin var sannkallaður gróskutími menningar og mennta í Rúss- landi, og háskólar efldust, um margt eftir vestrænni fyrirmynd. Umfram allt átti það við um háskólann í höfuðborg ríkisins, St. Pétursborg, þar sem vestrænna áhrifa gætti hvað mest. Birtust þessi áhrif m.a. í lagakennslu í þeim háskóla, en þar kenndu m.a. á þeim tíma ýmsir erlendir prófessorar í lögum auk innlendra lagakennara, sem margir hverjir höfðu fengið einhverja skólun í vestrænum menntasetrum. Af merkum laganýmælum frá þessum tímum má nefna löggjöf þá, sem staðfesti afnám átthagafjötra bænda 1861 og gerði þá að frjálsum mönn- um, og nýja réttarfarslöggjöf frá 1864, sem hafði í för með sér gerbreytingar á rússnesku réttarfari í framfaraátt sé vestrænn mælikvarði þeirra tíma lagður á. 2.3 Erlend réttaráhrif á 19. öld og í upphafi 20. aldar A nítjándu öld vöknuðu einnig hugmyndir og fyrirætlanir meðal ráðamanna í Rússlandi um að taka þar upp nýtískulega löggjöf á hinum helstu réttarsviðum að vestrænni fyrirmynd, þótt ekki tækist að hrinda þeim í framkvæmd nema í 284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.