Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 44
8. SKILYRÐI FYRIR OPINBERRI SKRÁNINGU OG FRAMKVÆMD
SKRÁNINGAR
I kauphallalögum er einungis að finna almennar vísbendingar um skilyrði
fyrir opinberri skráningu verðbréfa í kauphöll. Skilyrðin eru tilgreind í 1.-3. tl.
1. mgr. 17. gr. khl. og hljóða svo:
1. að lögð sé fram skráningarlýsing útgefanda,
2. um stærð og dreifingu hvers flokks, svo og önnur atriði sem stjóm telur að geti
skipt máli fyrir markaðshæfi verðbréfa,
3. að birtar séu við skráningu og eftirleiðis upplýsingar um hvem verðbréfaflokk
og útgefanda hans sem máli skipta um mat á verðmæti bréfanna skv. reglum sem
stjórnin setur.
Samkvæmt þessu ákvæði er lögð skylda á útgefanda að leggja fram skrán-
ingarlýsingu og í henni eiga að koma fram nánar tilgreindar upplýsingar sem
stjórn kauphallar ákveður. Þetta orðalag er ekki mjög nákvæmt. I reglugerð nr.
434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa og tilskipunum er hins vegar að
finna ítarlegar reglur um það hvers efnis skráningarlýsing eigi að vera. Þá getur
kauphöll veitt undanþágu frá birtingu skráningarlýsingar í tilteknum tilvikum.
Af þessu má ráða að hendur kauphallar eru miklum mun bundnari heldur en
ákvæði 17. gr. khl. gefa tilefni til að álykta um. í þeim reglum sem kauphöll
setur og við mat á skráningarhæfi bréfanna verður að taka mið af ákvæðum
reglugerðarinnar, kauphallatilskipunarinnar og þeirra meginsjónarmiða sem
liggja þeim ákvæðum til grundvallar. Þá er rétt að geta þess að í 11. gr. khl. er
fjallað um hlutverk kauphalla. Þar koma fram ýmis markmið sem kauphöll
verður að hafa í huga þegar metið er hvort taka eigi bréf til skráningar. Endan-
legt mat um það hvort verðbréf eru tekin til skráningar liggur hjá viðkomandi
kauphöll.
Að framan er þess getið að í skráningarreglugerðinni nr. 434/1999 er að
finna meginskilyrðin fyrir skráningu verðbréfa. Reglur KÍ nr. 2 um skráningu
verðbréfa á Kauphöll Islands hf. útfæra þau með nánari hætti. Þessar reglur taka
mið af þeim reglum sem fram koma í áðurgreindri kauphallatilskipun Evrópu-
sambandsins. I umfjöllun um skilyrði skráningar verður fyrst fjallað um sam-
eiginleg skilyrði fyrir skráningu verðbréfa. Þar á eftir verður rætt ítarlega um
skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa, en í lokin verður vikið að skilyrðum fyrir
skráningu skuldabréfa, hlutdeildarskírteina og annarra verðbréfa.
8.1 Sameiginleg almenn skilyrði fyrir skráningu verðbréfa
8.1.1 Verðbréfin og útgefandi uppfylli skilyrði laga og reglna
Skráningarreglugerð nr. 434/1999 setur einungis eitt almennt skilyrði fyrir
skráningu verðbréfa en það kemur fram í 3. gr. reglugerðarinnar. Þar er mælt
fyrir um að útgefandinn og verðbréfin skuli uppfylla skilyrði laga, reglugerða
og samþykkta sem gilda um starfsemi útgefandans og hin skráðu verðbréf.
Sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 2. gr. reglna KÍ nr. 2.
238