Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 72
varða reikningsskil séu í samrœmi við reikningana. Með þessu er lögð rík ábyrgð á endurskoðendur um að fjárhagslegar upplýsingar um rekstur félags og efnahag séu réttar. Að vissu marki má segja að þessi yfirlýsing endurskoðanda geti komið í stað fjárhagslegrar áreiðanleikakönnunar á félaginu, enda byggir endurskoðun reikninga á athugunum á þáttum sem áreiðanleikakönnun myndi einnig beinast að. Um grundvöll og ábyrgð endurskoðenda gagnvart fjárfestum má að öðru leyti vísa almennt til þess sem að framan hefur verið rakið um sérfræðiábyrgð umsjónaraðila, en gera verður ráð fyrir að mat á háttsemi þeirra lúti mjög ströng- um mælikvarða. Almennt um mat á ábyrgð endurskoðenda má vísa til tveggja íslenskra dóma sem hafa gengið um ábyrgð endurskoðenda. Annars vegar er þar um að ræða dóm Hæstaréttar frá 9. desember 1999 (mál nr. 272/1999) í máli sem snérist um fjárdrátt starfsmanns hjá Nathan & Olsen hf. í málinu var felld bótaábyrgð á endurskoðandann þar sem hann hafði áritað reikninga félagsins í mörg ár þrátt fyrir að fyrir lægi að innra eftirliti væri áfátt og afstemmingar vantaði. Hitt málið er refsimál H 19911101 sem fjallaði um háttsemi stjómenda og endurskoðanda Avöxtunar sf. Endurskoðandinn var sýknaður af kröfum þar sem brotin voru fymd. I dóminum kom fram að endurskoðandinn hafi gerst brotlegur þar sem ársreikningur félagsins gaf villandi mynd af fjárhag þess og jafnframt hafði reikningurinn verið áritaður án athugasemda. 14.3.4 Lögmenn og aðrir ráðgjafar I reglunum er ekki gert ráð fyrir að aðrir aðilar gefi sérstakar yfirlýsingar um efni skráningarlýsinga. Algengt er hins vegar að stjómir félaga og umsjónar- aðilar með skráningarlýsingu fái ýmsa sérfræðinga til liðs við sig til þess að skoða einstaka þætti í starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Ef fyrirtæki byggir starf- semi sína á einkaleyfum er eðlilegt að fenginn yrði sérfræðingur í skráningu einkaleyfa á viðkomandi sviði til þess að leggja mat á hvort réttur fyrirtækis til einkaleyfa væri fullnægjandi. Hið sama gildir um fyrirtæki sem byggir starf- semi sína á tiltekinni nýrri tækni eins og hugbúnaði eða vélbúnaði. Eðlilegt væri að fá mat utanaðkomandi aðila á stöðu þessarar tækni í samanburði við aðrar lausnir sem fyrir væru á markaði. Fram hefur komið sú skoðun að stjómarmenn félaga og umsjónaraðilar geti tæpast sinnt skyldum sínum samkvæmt 18. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 nema með því að láta framkvæma lögfræðilega áreiðanleikakönnun á félaginu. Þótt algengt sé að fram fari lögfræðileg áreiðanleikakönnun á félögum áður en fjárfest er í þeim, og þá einkum þegar um er að ræða svokölluð ný- sköpunarfyrirtæki, er hins vegar sjaldgæft að lögmenn gefi út sérstaka yfirlýs- ingu í skráningarlýsingu um að þeir hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á útgefandanum og verðbréfum hans.67 67 Dæmi um yfirlýsingu lögmanna í tengslum við opinbera skráningu verðbréfa er að finna í skráningarlýsingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.