Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 48
Þá er þekkt að á verðbréfum kann að hvíla innlausnarréttur32 útgefandans sjálfs, hluthafa eða annarra. Getur það átt við um skuldabréf, hlutabréf og önnur verðbréf. Spurning er hvort slík ákvæði teljist til óheimilla viðskiptahamla. Samkvæmt því sem að framan er rakið er ljóst að byggist slíkur réttur á samningi aðila þá er hann heimill. Meira álitaefni er hins vegar um innlausnarrétt samkvæmt samþykktum félags. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að í ýmsum ákvæðum hlutafélagalaga er að finna ákvæði um skyldur hlutafélags eða hluthafa til að leysa til sín hluti annarra aðila. Á þetta t.d. við þegar einstakur hluthafi hefur eignast 90% af hlutafé félagsins og við samruna.33 Sá munur er á innlausnarrétti annars vegar og forkaupsrétti og skilyrði um samþykki við sölu hins vegar að fyrmefnda tilvikið hindrar ekki viðskipti með verðbréf. Forkaupsréttur og réttur til að samþykkja sölu stofnast í hvert skipti sem ætlunin er að eiga viðskipti með bréf og leiða að jafnaði til þess að tiltekinn tími líður frá því að aðilar koma sér saman um kaup þar til fyrir liggur hvort af þeim verður. Frestun viðskipta með þessum hætti er nokkuð sem hefur truflandi áhrif á verðbréfamarkað og er því bönnuð. Þegar um innlausnarrétt er að ræða er ekki skylt að tilkynna um söluna heldur stendur innlausnarrétturinn áfram þrátt fyrir framsal og truflar þannig ekki viðskipti. í samræmi við þetta, og það sjónarmið að í innlausnarrétti felist ekki hömlur á viðskiptum, verður að telja að kvaðir af þessu tagi brjóti ekki gegn umræddu ákvæði reglna KÍ.34 Kauphöll metur það hins vegar hvort víðtækur innlausnarréttur hafi áhrif á markaðshæfi verðbréfa og þjóni þá ekki hagsmunum almennings eða verðbréfamarkaðarins. Annað athugunarefni er hvort ákvæði laga eða samþykkta félaga um það hvort og hversu stóran eignarhluta einstakir hluthafar mega eiga í félagi, og eftir atvikum takmarkanir á atkvæðisrétti, brjóti gegn umræddu ákvæði unt að við- skijoti með verðbréf séu án takmarkana. I lögum um viðskiptabanka og sparisjóði nr. 113/1996 er að finna ákvæði í 10. gr. sem heimilar Fjármálaeftirliti eða fjármálaráðherra við tiltekin skilyrði að grípa inn í atkvæðisrétt og eignarhald að viðskiptabönkum og sparisjóðum. Fleimild þessi er sett á grundvelli ákvæðis 16. gr. í bankatilskipun Evrópu- sambandsins nr. 2000/12/EEC35 og er ætlað að tryggja ákveðið öryggi og hlut- 32 Hugtakið kaupréttur er einnig notað um innlausnarrétt. Rétt þennan er unnt að skilgreina sem rétt eins aðila til þess að kaupa verðbréf annars aðila án þess að eigandinn vilji selja. Rétturinn er frábrugðinn forkaupsrétti að því leyti að við beitingu forkaupsréttar verður að liggja fyrir að eig- andinn vilji selja. 33 Sbr. 24. og 25. gr. hl. um innlausnarskyldu og rétt þegar eignarhald eins hluthafa nær 90% og 131. gr. hl. um innlausnarrétt við samruna. 34 T.d. hefur danska kauphöllin ekki gert athugasemdir við innlausnarrétt ríkisins á hlutum í TeleDanmark A/S (nú TDC A/S), sjá Erik Werlauff: Bprs- og kapitalmarkedsret, bls. 159. 35 Sjá Official Journal of the European Communities 2000 (L126), bls. 1 og lið 14 í Annex IX við Samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.