Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 74
Á móti framangreindum röksemdum mæla hins vegar þau rök að félagið getur endurkrafið sérfræðingana og stjórnarmenn, sem voru félaginu til að- stoðar, um þær fjárkröfur sem falla myndu á félagið. Hafa ber þó í huga í þessu sambandi að lækkunarheimildir í 134. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og í 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 geta leitt til þess að félagið fái ekki að fullu endurgreitt tjón sitt frá stjómarmönnum og sérfræðingum. Þar sem ekki er við skýra lagaheimild að styðjast um það hvemig fara beri með tilvik af þessum toga né dómafordæmi er erfitt að fullyrða hver niðurstaða dómstóla yrði um þessi tilvik. Áður kom fram að samkvæmt almennum skaðabótareglum væri heimilt að fella skaðabótaábyrgð á félagið vegna skyldna sem hvíla á stjórn þess. Miða verður við að meginregla yrði einnig með þeim hætti í þeim tilvikum að stjóm félags væri ábyrg. I þeim tilvikum þar sem hagsmunum lánardrottna félagsins væri stefnt í hættu, t.d. við gjaldþrotaskipti á félagi, gæti tillitið til hagsmuna þeirra hugsanlega leitt til þess að kaupendur hlutafjár myndu ekki teljast eiga kröfur á hendur félaginu vegna rangra upplýsinga í skráningarlýsingu. 14.3.6 Skyldur framkvæmdastjóra I 18. gr. skráningarreglugerðarinnar er ekki gert ráð fyrir að framkvæmda- stjóri félags gefi út yfirlýsingu um efni skráningarlýsinga eða hann beri sjálf- stæða ábyrgð í tengslum við gerð hennar. Erfitt er að sjá fullnægjandi rök fyrir því að láta framkvæmdastjóra félags ekki gefa yfirlýsingu um efni skráningar- lýsingar.70 Framkvæmdastjóri félags er sá aðili sem hefur yfirgripsmesta þekk- ingu á starfsemi félags og uppbyggingu. Enginn annar aðili getur í raun komið í stað framkvæmdastjóra þegar kemur að almennri upplýsingagjöf um félagið. Stjórn félags og sérfræðingar, sem gera úttekt á félaginu í tengslum við skrán- ingu, reiða sig í mjög mörgum atriðum á gögn eða upplýsingar sem fram- kvæmdastjórinn lætur í té. Fullt tilefni er því til þess að láta framkvæmdastjóra gefa út yfirlýsingu um efni skráningarlýsingar. Þótt ekki sé gert ráð fyrir því að framkvæmdastjóri riti undir skráningarlýsingu getur stjórn félagsins ákveðið að láta hann gera það. Rík ástæða er til að mæla með því að stjómir félaga láti framkvæmdastjóra takast á hendur sams konar ábyrgð og stjórnarmenn sjálfir hafa skv. 18. gr. skráningarreglugerðarinnar. Feli stjórn félagsins framkvæmdastjóra að hafa umsjón með gerð skrán- ingarlýsingar, eins og jafnan er gert, bæri honum skylda gagnvart útgefandanum að sjá til þess að skráningarlýsingin uppfyllti skilyrði laga og reglna. Á grund- velli 134. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 er unnt að byggja á því að fram- kvæmdastjóri beri persónulega ábyrgð á sakargrundvelli gagnvart hluthöfum og fjárfestum ef hann hefur með háttsemi sinni brotið gegn þeim starfsskyldum 70 Samkvæmt bandarískri löggjöf ber framkvæmdastjóra að skrifa undir skráningarlýsingu, sbr. Hazen: The Law of Securites Regulation, bls. 133. Athuga ber að í bandarískum hlutafélögum er framkvæmdastjóri einnig stjórnarmaður. 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.