Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 82

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 82
hreinlega sú að dæma bætur miðað við hlutfallsleg lækkunaráhrif niðurfærsl- unnar á eigið fé félags. Þessi viðmiðun er hins vegar ekki eðlileg þegar um er að ræða nýsköpunarfyrirtæki á tæknisviði en verðmat þeirra byggist mjög á væntingum. Horfa mætti til markaðsverðs þegar bréfin voru keypt og áhrif niðurfærslu vegna tapaðra krafna á virði fyrirtækisins. Þá þyrfti við matið að taka tillit til ákvörðunar Seðlabankans og þróunar markaðarins almennt. Ýmsar aðrar aðferðir koma einnig til greina við útreikninginn á meintu tjóni. Um ákvörðun tjóns og orsakatengsl var sérstaklega fjallað í áðurgreindum dómi í Commercial Holding International AIS máli.79 I málinu var banki sem annaðist útboðið talinn ábyrgur gagnvart fjárfesti sem keypt hafði hlut í félaginu. U.þ.b. sex árum eftir að útboðið átti sér stað urðu bréf í félaginu verðlaus. Við skoðun að liðnum þeim tíma kom í ljós að umsjónarbankinn hafði sent tilkynningu til kaup- hallar um að umframáskrift hefði fengist að hlutafé í útboðinu sem næmi 11%. Yfir- lýsingin var ekki rétt því þegar útboðstímanum lauk hafði ekki fengist full áskrift í útboðinu. Daginn eftir að útboðinu lauk hafði félag sem tengdist stjómarmönnum skráð sig fyrir verulegum hluta af hlutaféinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að yfirlýsingin hefði verið röng og til þess fallin að hafa áhrif á ákvarðanir fjárfesta um kaup og sölu á bréfum í félaginu. I málinu reyndi á ýmis álitaefni um orsakatengsl og ákvörðun bóta m.a. vegna þess hversu langur tími leið frá því að hinar röngu upplýsingar voru gefnar og þar til bréfin urðu verðlaus. Dómurinn stóð frammi fyrir því að meta hvort aðili hefði hugsanlega selt bréfin fyrr en ella ef yfirlýsingin hefði ekki komið fram og þannig dregið úr tjóninu. I dóminum var m.a. tekið fram að hin ranga yfirlýsing væri ein- ungis einn þáttur í upplýsingagjöfinni sem fjárfestir byggði ákvörðun sína á. Þetta ætti að leiða til þess að það drægi úr áhrifum yfirlýsingarinnar á gengið tiltölulega fljótt. Þá benti dómurinn á að hin ranga yfirlýsing hefði verið gefin í byrjun febrúar 1990 og strax í maí sama ár hafi komið fram neikvæðar upplýsingar í tilkynningu um ársuppgjör. I ársreikningi fyrir árið 1990 sem birtur var í maí 1991 komu einnig fram mjög neikvæðar upplýsingar um rekstrarafkomu. Á þessum tíma hafði gengi bréfanna farið lækkandi jafnt og þétt. Fjárfestar áttu að geta takmarkað tjón sitt í ljósi nýrra upplýsinga og vegna viðbragða markaðarins. Þá hafnaði dómurinn að tjónþola yrði bættur fjármagnskostnaður vegna láns sem hann hafði tekið þar sem eðlilegt væri að horfa til hugsanlegs gengismunar á bréfunum annars vegar, ef rétt yfirlýsing hefði verið gefin, og hins vegar hin ranga yfirlýsing. Minnihluti Hæsta- réttar taldi ekki efni til að lækka bótakröfuna með vísan til þess að upplýsingar um slæman fjárhag hafi legið fyrir á árinu 1991. Samkvæmt því sem að framan er rakið er ljóst að í mörgum tilvikum er erfitt að sanna tjón með öruggum útreikningi. Mjög strangar kröfur myndu útiloka marga frá því að geta krafist bóta fyrir tjón. Atvik í hverju máli geta verið 79 Sjá hér dóm Hæstaréttar Danmerkur í máli nr. 425/1998 sem kveðinn var upp þann 6. júlí 2002. Upplýsingar um dóminn er að finna á heimasíðu réttarins http://www.hoejesteret.dk. Dóm S0- og Handelsret í öðru máli vegna sama útboðs er að ftnna í UfR 2000:920 SHD, Finn Holm-Jprgensen gegn BG Bank A/S. 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.