Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 26
þetta um alla lögmenn vegna stöðu þeirra sem þjóna réttvísinnar og af nauðsyn á því að viðhalda réttri dómsýslu og virðingu fyrir réttarkerfinu. Ekki sýnist eiga að greina á milli lögmanna eftir starfstitli eða starfsreynslu. Ef til vill er ekki hægt að segja, að lögmenn njóti samkvæmt dóminum takmarkaðra tján- ingarfrelsis en aðrir, nema beinlínis um réttarkerfið, en orð þeirra verða skoðuð af enn meiri nákvæmni en annarra. Með vísunar til dóma Mannréttindadóm- stóls Evrópu í málum Schöpfers og Nikula, sem ítarlega er vitnað til, er ekki víst, að þetta eigi að gilda, nema á takist hagsmunir lögmanns af tjáningar- frelsinu annarsvegar og nauðsyn virðingar fyrir réttarkerfinu hinsvegar. í almennri umræðu er hæpið, að réttmætt sé að gera sérstakar kröfur til lögmanna umfram aðra og takmarka þannig tjáningarfrelsi þeirra. (3) I því efni verða lögmenn, eins og áður, að fara eftir meginboðorði siða- reglna sinna að efla rétt og hrinda órétti. (4) Nei, þessi dómur veldur því ekki, að breyta þurfi siðareglum lögmanna. Hins ber að gæta, að þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun. Umhugsunarvert fyrir lögmenn: Tjáningarfrelsið er stjómarskrárvarinn réttur, er hægt að takmarka það á einhvem hátt með siðareglum í félagi með skylduaðild? Svarið við þessu er já, að því leyti sem það lýtur beinlínis að störf- um lögmanna fyrir dómstólunum og þá eingöngu vegna þeiira brýnu almanna- hagsmuna, að dómstólar og réttarkerfi njóti trausts og virðingar almennings.30 Ekki er nema réttmætt, að ég viðurkenni fúslega, að þegar ég fyrst renndi yfir dóminn, þótti mér hann sannfærandi, enda að mörgu leyti vel saminn og í samræmi við þær greiningaraðferðir og rökstuðning, sem unnið hafa sér fastan sess í málum af þessu tagi. Þegar betur að gáð koma hnökrarnir og bláþræðimir í ljós. I málinu þurfti Hæstiréttur að leysa mjög erfitt verkefni. í ágreiningi máls- aðila kristallaðist togstreita tveggja stjómarskrárvarinna réttinda, sem eru þeirrar gerðar, að þau stangast á eðli sínu samkvæmt. Við mat á hugsanlegri þýðingu dómsins, verður að hafa í huga, að mannréttindin sjálf, sem voru kjami deilunnar, eru í sífelldri togstreitu. Hvert einstakt tilvik, sem upp kemur, verður að meta. Ohætt er að fullyrða, að Hæstiréttur hafi ekki í þessu máli mótað neina þá meginreglu, sem fordæmi verði við úrlausn annarra mála. Á það verður að benda, að samræmi er á milli þessa dóms og H 1999 857, sem áður er til vitnað. Taka verður þó fram, að þeir hagsmunir, sem ákærði í því máli taldi sig vera að verja, hljóta að vera mun veigaminni en þeir hagsmunir, sem Hæstiréttur í 30 Það er svo sérstakt athugunarefni, hvort mannréttindadómstóllinn beiti annarri túlkun á lagaá- skilnaðarákvæðum mannréttindasáttmálans en Hæstiréttur á samsvarandi ákvæðum stjómarskrár. Unt skyldur lögmanna, og takmörkun tjáningarfrelsis þeirra, vitnar mannréttindadómstóllinn m.a. í réttar- farslög og siðareglur lögmanna í aðildarríkjunum. Ekki er víst, að Hæstiréttur myndi í sjálfu sér telja, að slík ákvæði væru nægilega skýr heimild til þess að takmarka tjáningarfrelsi samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjómarskrár. 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.