Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 26
þetta um alla lögmenn vegna stöðu þeirra sem þjóna réttvísinnar og af nauðsyn
á því að viðhalda réttri dómsýslu og virðingu fyrir réttarkerfinu. Ekki sýnist
eiga að greina á milli lögmanna eftir starfstitli eða starfsreynslu. Ef til vill er
ekki hægt að segja, að lögmenn njóti samkvæmt dóminum takmarkaðra tján-
ingarfrelsis en aðrir, nema beinlínis um réttarkerfið, en orð þeirra verða skoðuð
af enn meiri nákvæmni en annarra. Með vísunar til dóma Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í málum Schöpfers og Nikula, sem ítarlega er vitnað til, er ekki
víst, að þetta eigi að gilda, nema á takist hagsmunir lögmanns af tjáningar-
frelsinu annarsvegar og nauðsyn virðingar fyrir réttarkerfinu hinsvegar. í
almennri umræðu er hæpið, að réttmætt sé að gera sérstakar kröfur til lögmanna
umfram aðra og takmarka þannig tjáningarfrelsi þeirra.
(3) I því efni verða lögmenn, eins og áður, að fara eftir meginboðorði siða-
reglna sinna að efla rétt og hrinda órétti.
(4) Nei, þessi dómur veldur því ekki, að breyta þurfi siðareglum lögmanna.
Hins ber að gæta, að þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun.
Umhugsunarvert fyrir lögmenn: Tjáningarfrelsið er stjómarskrárvarinn
réttur, er hægt að takmarka það á einhvem hátt með siðareglum í félagi með
skylduaðild? Svarið við þessu er já, að því leyti sem það lýtur beinlínis að störf-
um lögmanna fyrir dómstólunum og þá eingöngu vegna þeiira brýnu almanna-
hagsmuna, að dómstólar og réttarkerfi njóti trausts og virðingar almennings.30
Ekki er nema réttmætt, að ég viðurkenni fúslega, að þegar ég fyrst renndi
yfir dóminn, þótti mér hann sannfærandi, enda að mörgu leyti vel saminn og í
samræmi við þær greiningaraðferðir og rökstuðning, sem unnið hafa sér fastan
sess í málum af þessu tagi. Þegar betur að gáð koma hnökrarnir og bláþræðimir
í ljós.
I málinu þurfti Hæstiréttur að leysa mjög erfitt verkefni. í ágreiningi máls-
aðila kristallaðist togstreita tveggja stjómarskrárvarinna réttinda, sem eru
þeirrar gerðar, að þau stangast á eðli sínu samkvæmt. Við mat á hugsanlegri
þýðingu dómsins, verður að hafa í huga, að mannréttindin sjálf, sem voru kjami
deilunnar, eru í sífelldri togstreitu. Hvert einstakt tilvik, sem upp kemur, verður
að meta. Ohætt er að fullyrða, að Hæstiréttur hafi ekki í þessu máli mótað neina
þá meginreglu, sem fordæmi verði við úrlausn annarra mála. Á það verður að
benda, að samræmi er á milli þessa dóms og H 1999 857, sem áður er til vitnað.
Taka verður þó fram, að þeir hagsmunir, sem ákærði í því máli taldi sig vera að
verja, hljóta að vera mun veigaminni en þeir hagsmunir, sem Hæstiréttur í
30 Það er svo sérstakt athugunarefni, hvort mannréttindadómstóllinn beiti annarri túlkun á lagaá-
skilnaðarákvæðum mannréttindasáttmálans en Hæstiréttur á samsvarandi ákvæðum stjómarskrár. Unt
skyldur lögmanna, og takmörkun tjáningarfrelsis þeirra, vitnar mannréttindadómstóllinn m.a. í réttar-
farslög og siðareglur lögmanna í aðildarríkjunum. Ekki er víst, að Hæstiréttur myndi í sjálfu sér telja,
að slík ákvæði væru nægilega skýr heimild til þess að takmarka tjáningarfrelsi samkvæmt 3. mgr. 73.
gr. stjómarskrár.
220