Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 58
9.3 Nánar um efni skráningarlýsinga I 31. gr. reglugerðar nr. 434/1999 er tekið fram að skráningarlýsingar eigi að vera á íslensku. Frá þessu má þó veita undanþágu ef ríkar ástæður mæla með því, t.d. ef skráningarlýsing hefur verið samþykkt í öðru ríki innan Evrópska efna- hagsvæðisins. I viðaukum I - III við reglugerð nr. 434/1999 um opinbera skráningu verð- bréfa í kauphöll eru sett fram í fjölmörgum liðum ákvæði um það hvers efnis skráningarlýsingar eigi að vera. Viðauki I fjallar um hlutabréf, viðauki II um skuldabréf og viðauki III um heimildarskírteini fyrir hlut. Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar eru þau atriði sem tilgreind eru í viðaukunum lágmarks- kröfur um efni skráningarlýsinga og verða útgefendur að gæta þess að allar upp- lýsingar sem þar eru tilgreindar komi fram. Þrátt fyrir þetta ákvæði verður að hafa í huga að ekki er víst að öll atriðin sem tilgreind eru í viðaukunum eigi við um viðkomandi útgefanda, þannig að skráningarlýsingar þurfa ekki endilega að innihalda allar þær upplýsingar sem tilgreindar eru í viðaukunum. Þá ber einnig að gæta þess að þar sem í viðaukunum eru settar fram lágmarkskröfur verða útgefendur sjálfstætt að meta það í hverju tilviki hvort þörf sé á viðbótarupp- lýsingum til þess að fjárfestar geti metið virði hinna skráðu verðbréfa. Ekki er tilefni til þess að rekja efni viðaukanna lið fyrir lið í umfjöllun þess- ari heldur verður látið nægja að vísa til þeirra um nánara efni. Rétt er þó að geta helstu flokka upplýsinga sem þurfa að koma fram í skráningarlýsingu sam- kvæmt viðauka I um hlutabréf en þeir eru: a. Upplýsingar um þá sem ábyrgjast skráningarlýsinguna og endurskoðun reikninga. b. Lýsing á efni og réttindum hlutabréfa sem óskað er skráningar á. c. Upplýsingar um útgefanda og hlutafé hans. d. Lýsing á starfsemi útgefandans. e. Upplýsingar urn eignir og skuldir útgefanda, fjárhagslega stöðu og afkomu. f. Upplýsingar um stjóm, framkvæmdastjóra og eftirlit. g. Upplýsingar um nýlega þróun og horfur hjá útgefanda. Efni skráningarlýsinga skv. viðauka II, þegar óskað er skráningar á skulda- bréfum, er flokkað með mjög svipuðum hætti og þegar um hlutabréf er að ræða. Vísast því til þess sem að framan greinir um þau ákvæði sem koma þurfa fram í skráningarlýsingu skuldabréfa. Viðauki III, sem fjallar um skráningarlýsingu heimildarskírteina, gerir tals- vert minni kröfur en þegar um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Viðaukanum er skipt í tvo kafla, annars vegar upplýsingar um útgefanda og hins vegar upp- lýsingar um heimildarskírteinin sjálf. 9.4 Nýjar upplýsingar og viðaukar við skráningarlýsingu Efni skráningarlýsingar miðast við stöðu útgefanda við birtingu hennar. Aðstæður fyrirtækja sem stunda atvinnurekstur breytast hins vegar frá einunt degi til annars. Þannig geta komið upp atvik í starfsemi fyrirtækjanna eftir að 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.