Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 59
skráningarlýsing hefur verið gefin út sem geta haft áhrif á virði þeirra verðbréfa
sem sótt er um skráningu á. Til þess að mæta tilvikum af þessu tagi er mælt fyrir
um það í 20. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 að komi nýjar upplýsingar
fram, sem máli geta skipt um mat á útgefanda eða verðbréfum hans, frá því að
skráningarlýsing er birt og fram til þess tíma að verðbréfin eru skráð, beri að
gefa út viðauka við skráningarlýsinguna með hinum nýju upplýsingum. Sam-
bærilegt ákvæði er að finna í 30. gr. reglna KI nr. 2. Með ákvæðinu er leitast við
að tryggja á sem bestan hátt að fjárfestar hafi sem nýjastar upplýsingar um
útgefandann meðan á skráningarferlinu stendur.
Stjóm kauphallar þarf að samþykkja efni viðaukans og skal birta hann með
sama hætti og skráningarlýsinguna.
9.5 Undanþágur frá reglum uin efni og birtingu skráningarlýsinga
Við tilteknar aðstæður getur kauphöll annars vegar veitt undanþágu frá birt-
ingu skráningarlýsingar og hins vegar ákveðið að upplýsingar í skráningar-
lýsingu séu takmarkaðar. Reglur um þessar undanþáguheimildir eru margslung-
nar en þær er að finna í viðauka IV með skráningarreglugerðinni nr. 434/1999
um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll.
Rökin fyrir undanþáguheimildunum eru að í tilteknum tilvikum liggja þegar
fyrir upplýsingar um útgefenduma á verðbréfamarkaði eða um er að ræða útgef-
anda sem almennt er álitinn traustur, þannig að staða fjárfesta og upplýsingagjöf
til þeirra er þegar tryggð. Dæmi um þetta eru ríki, sveitarfélög og bankar.
Kauphöll metur hvort einstök tilvik réttlæti frávik frá hinum almennu regl-
um um efni skráningarlýsinga. Fer það eftir mati á hagsmunum fjárfesta, og
hvort þeir hafi þegar fullnægjandi upplýsingar um verðbréfrn, hvort heimild er
veitt.
9.5.1 Undanþágur frá útgáfu skráningarlýsinga
í I. kafla viðauka IV eru tilgreind þau tilvik þar sem kauphöll getur veitt
undanþágu frá útgáfu skráningarlýsingar. Undanþáguheimildunum má skipta í
fimm meginflokka.
í fyrsta flokkinn falla tilvik þegar verðbréfin hafa þegar verið seld í al-
mennu útboði, þau gefin út í tengslum við yfirtökutilboð eða samruna. Astæða
þess að heimilaðar eru undantekningar í þessum tilvikum er að samkvæmt lög-
um ber að leggja fram ákveðnar upplýsingar við aðgerðir af þessu tagi. Ef þær
upplýsingar sem þegar hafa verið gefnar út uppfylla almennt skilyrði um efni
skráningarlýsinga væri hugsanlegt að veita undanþágu.
Undir annan flokkinn fellur útgáfa hlutabréfa sem hluthafar fá án endur-
gjalds, svo sem jöfnunarbréf eða ný bréf sem gefin eru út í stað eldri bréfa.
Einnig falla undir þessa undanþáguheimild hlutabréf sem em gefin út í skiptum
fyrir réttindi samkvæmt breytanlegum og skiptanlegum skuldabréfum. Skilyrði
fyrir þessum undanþágum er að hlutabréfin í þeim flokki sem afhenda á séu
þegar skráð.
253