Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 66
kannað hver sé grundvöllur ábyrgðarinnar, sjónarmið um orsakatengsl og sönnun tjóns svo og reglur sem gilda um endanlega skiptingu ábyrgðar. Ekki er ætlunin að gefa heildstætt yfirlit yfir viðfangsefnið í þessari umfjöllun. 14.2 Bótagrundvöllur Mismunandi er eftir löndum hvernig grundvelli bótaábyrgðar er háttað á þessu sviði.53 Þá gilda mismunandi reglur eftir því hvaða aðili á hlut að máli sem tjónþoli og tjónvaldur. Almennt má segja að bótaábyrgð gagnvart fjárfest- um byggist á sakarreglunni. í tilviki sérfróðra ráðgjafa sem koma að gerð skrán- ingarlýsingar, svo sem verðbréfafyrirtækja, endurskoðenda og lögmanna, bygg- ist ábyrgð þeirra á sérfræðingaábyrgð. Eins og síðar verður vikið að er hins vegar álitaefni hvort ábyrgð stjómarmanna fellur undir þessa skilgreiningu. Sumir fræðimenn hafa reynt að skilgreina þá ábyrgð sem hér er til umfjöllunar þrengra og nota heitið upplýsingaábyrgð um tilvikið.54 Eitt af einkennum sérfræðingaábyrgðar er að hún liggur á mörkum skaða- bótaréttar utan samninga og innan samninga.55 Gagnvart utanaðkomandi fjár- festum er um að ræða hreina bótaábyrgð utan samninga meðan ábyrgð sérfræð- inga og fjármálastofnana gagnvart útgefendum sjálfum tekur mið af samningi milli aðilanna. Það er almennt viðurkennt af fræðimönnum56 að þótt ekki liggi fyrir samningur á milli sérfræðings og tjónþola um verkefni, t.d. í því tilviki þegar lánastofnun hefur lánað fyrirtæki peninga á grundvelli endurskoðaðs árs- reiknings sem síðan reynist rangur, geti aðili sem reiðir sig á verk sérfræðings krafið um bætur á grundvelli skaðabótaábyrgðar utan samnings. Einn af útgangspunktunum í sérfræðingaábyrgðinni er hið stranga sakarmat sem lagt er til grundvallar þegar háttsemi sérfræðinga er metin.57 Astæða þess að gerðar eru strangari kröfur til sérfræðinga er sú að þeir eru að selja þjónustu sem byggist á því að þeir séu sérfræðingar á viðkomandi sviði og eigi þar af leiðandi að vanda vinnubrögð sín og gæta ýtrustu varkámi. Við gerð skrán- ingarlýsinga verða þeir í hvívetna að fylgja þeim reglum sem gilda um skrán- ingarlýsingar og venjum sem mótast hafa á því sviði. Þar sem 18. gr. skrán- ingarreglugerðar nr. 434/1999 leggur tilteknar skyldur á herðar sérfræðingunum verða þeir að uppfylla þær skyldur sem koma fram í ákvæðinu. Með samningi getur verkefni þessara aðila hins vegar verið víðtækara og fer um þá ábyrgð, a.m.k. gagnvart útgefandanum, eftir nánari ákvæðum samningsins. 53 Sjá Peer Schumburg-Miiller og Erik Bruun Hansen: Dansk B0rsret, bls. 144. Þar er m.a. fjallað um bandarískan rétt og strangari kröfur sem gerðar eru þar heldur en í lögum Norður- landanna. 54 Peter Ledrup: Lærebok í erstatningsrett, bls. 280. Upplýsingaábyrgð nær til ýmissa tilvika þar sem utanaðkomandi aðili treystir á upplýsingar frá sérfræðingi við ákvarðanatöku. 55 Lars Bo Langsted, Paul Kriiger Andersen og Mogens Christiansen: Revisoransvar, bls. 179. 56 Peter I.odrup: Lærebok í erstatningsrett, bls. 284 og 285. 57 Viðar Már Matthíasson: „Helstu skyldur fasteignasala og skaðabótaábyrgð þeirra". Úlfljótur. 1. tbl. 1997, bls. 332-333. 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.