Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 66
kannað hver sé grundvöllur ábyrgðarinnar, sjónarmið um orsakatengsl og
sönnun tjóns svo og reglur sem gilda um endanlega skiptingu ábyrgðar. Ekki er
ætlunin að gefa heildstætt yfirlit yfir viðfangsefnið í þessari umfjöllun.
14.2 Bótagrundvöllur
Mismunandi er eftir löndum hvernig grundvelli bótaábyrgðar er háttað á
þessu sviði.53 Þá gilda mismunandi reglur eftir því hvaða aðili á hlut að máli
sem tjónþoli og tjónvaldur. Almennt má segja að bótaábyrgð gagnvart fjárfest-
um byggist á sakarreglunni. í tilviki sérfróðra ráðgjafa sem koma að gerð skrán-
ingarlýsingar, svo sem verðbréfafyrirtækja, endurskoðenda og lögmanna, bygg-
ist ábyrgð þeirra á sérfræðingaábyrgð. Eins og síðar verður vikið að er hins
vegar álitaefni hvort ábyrgð stjómarmanna fellur undir þessa skilgreiningu.
Sumir fræðimenn hafa reynt að skilgreina þá ábyrgð sem hér er til umfjöllunar
þrengra og nota heitið upplýsingaábyrgð um tilvikið.54
Eitt af einkennum sérfræðingaábyrgðar er að hún liggur á mörkum skaða-
bótaréttar utan samninga og innan samninga.55 Gagnvart utanaðkomandi fjár-
festum er um að ræða hreina bótaábyrgð utan samninga meðan ábyrgð sérfræð-
inga og fjármálastofnana gagnvart útgefendum sjálfum tekur mið af samningi
milli aðilanna. Það er almennt viðurkennt af fræðimönnum56 að þótt ekki liggi
fyrir samningur á milli sérfræðings og tjónþola um verkefni, t.d. í því tilviki
þegar lánastofnun hefur lánað fyrirtæki peninga á grundvelli endurskoðaðs árs-
reiknings sem síðan reynist rangur, geti aðili sem reiðir sig á verk sérfræðings
krafið um bætur á grundvelli skaðabótaábyrgðar utan samnings.
Einn af útgangspunktunum í sérfræðingaábyrgðinni er hið stranga sakarmat
sem lagt er til grundvallar þegar háttsemi sérfræðinga er metin.57 Astæða þess
að gerðar eru strangari kröfur til sérfræðinga er sú að þeir eru að selja þjónustu
sem byggist á því að þeir séu sérfræðingar á viðkomandi sviði og eigi þar af
leiðandi að vanda vinnubrögð sín og gæta ýtrustu varkámi. Við gerð skrán-
ingarlýsinga verða þeir í hvívetna að fylgja þeim reglum sem gilda um skrán-
ingarlýsingar og venjum sem mótast hafa á því sviði. Þar sem 18. gr. skrán-
ingarreglugerðar nr. 434/1999 leggur tilteknar skyldur á herðar sérfræðingunum
verða þeir að uppfylla þær skyldur sem koma fram í ákvæðinu. Með samningi
getur verkefni þessara aðila hins vegar verið víðtækara og fer um þá ábyrgð,
a.m.k. gagnvart útgefandanum, eftir nánari ákvæðum samningsins.
53 Sjá Peer Schumburg-Miiller og Erik Bruun Hansen: Dansk B0rsret, bls. 144. Þar er m.a.
fjallað um bandarískan rétt og strangari kröfur sem gerðar eru þar heldur en í lögum Norður-
landanna.
54 Peter Ledrup: Lærebok í erstatningsrett, bls. 280. Upplýsingaábyrgð nær til ýmissa tilvika þar
sem utanaðkomandi aðili treystir á upplýsingar frá sérfræðingi við ákvarðanatöku.
55 Lars Bo Langsted, Paul Kriiger Andersen og Mogens Christiansen: Revisoransvar, bls. 179.
56 Peter I.odrup: Lærebok í erstatningsrett, bls. 284 og 285.
57 Viðar Már Matthíasson: „Helstu skyldur fasteignasala og skaðabótaábyrgð þeirra". Úlfljótur.
1. tbl. 1997, bls. 332-333.
260