Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 33
skipulega tilboðsmarkaði, sem slíka. Hins vegar gerir 34. gr. khl. ráð fyrir því að starfræktir séu aðrir verðbréfamarkaðir. Þar eiga sér stað viðskipti með verð- bréf fyrir milligöngu fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og annarra án þess að við- skiptin séu skráð. 3. GRUNNSJÓNARMIÐ AÐ BAKI REGLUM UM OPINBERA SKRÁNINGU VERÐBRÉFA Áður en fjallað verður um þær reglur sem gilda um skráningu verðbréfa í kauphöll er rétt að huga að þeim grundvallarsjónarmiðum sem liggja að baki reglunum. Við skýringu á reglunum og beitingu þeirra um mismunandi tilvik verður að hafa þessi sjónarmið í huga. Almennt má segja að reglunum sé ætlað að vemda hagsmuni fjárfesta. I 11. gr. khl. er hlutverk kauphalla skilgreint. í ákvæðinu eru sett fram þau meginsjónarmið sem liggja til grundvallar starfsemi kauphalla. Þar kemur m.a. fram í 2. tl. að markmið með skráningu í kauphöll sé að stuðla að því að við- skipti og verðmyndun verði með skýrum og gagnsœjum hœtti. Með þessum orðum er átt við að reglurnar skuli tryggja að nægilegar upplýsingar liggi fyrir um verðbréfin og útgefendur þeirra til þess að fjárfestar hafi sem bestan grund- völl til að byggja á ákvarðanir sínar um kaup og sölu á verðbréfum.4 Þá felst í þessu sjónarmiði að tryggja eigi fjárfestum greiðan aðgang að upplýsingunum. Markmiðinu er náð með því að skylda útgefendur til að leggja fram skráningar- lýsingu með ítarlegum upplýsingum um hin skráðu verðbréf og útgefandann, sbr. 1. tl. 1. mgr. 17. gr. khl. Eftir að verðbréfin hafa verið skráð er útgefanda verðbréfa gert skylt að sinna viðvarandi upplýsingaskyldu um starfsemi sína og fjárhag, sbr. 24. gr. khl. Annað grunnsjónarmið að baki starfsemi kauphalla er að tryggja jafnrœði fjárfesta, sbr. 2. tl. 11. gr. khl. og 3. gr. reglugerðar nr. 433/1999 um upplýs- ingaskyldu útgefanda o.fl. Samkvæmt þessu sjónarmiði eiga reglumar að stuðla að því að upplýsingar um starfsemi útgefanda, sem þýðingu hafa um verð- myndun verðbréfanna, séu tilkynntar á þann hátt að fjárfestar hafi á sama tíma aðgang að upplýsingunum.5 Þessu markmiði er náð með reglum um viðvarandi upplýsingaskyldu, reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga og innherjavið- skipti, sbr. IV. kafla laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti og III. kafla áður- greindrar reglugerðar um upplýsingaskyldu útgefanda, svo og með því að kauphallir starfrækja upplýsingakerfi þar sem tilkynningar frá útgefendum eru birtar, sbr. 21. gr. khl. og 27. gr. reglna KI nr. 4. Hugsunin að baki þessu sjónar- miði er að allir fjárfestar hafi sömu upplýsingar, eða a.m.k. aðgang að sömu 4 Sjá hér Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 164 um hlutverk skráningarlýsinga og bls. 204 um markmið viðvarandi upplýsingaskyldu í skráðum félögum. 5 Sjá hér Erik Werlauff: Bprs- og kapitalmarkedsret, bls. 211. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.