Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 54
sjóði sem hafa fjárfest í félögum sem ekki hafa skilað arði þegar sjóðimir eru
skráðir.
e) Önnur skilyrði
I 8. gr. reglna KI nr. 2, og raunar einnig í 4. gr. skráningarreglugerðar nr.
434/1999, er að finna nokkur viðbótarskilyrði fyrir skráningu verðbréfa. Þau
skilyrði sem þar eru sett fram er að félagið undirriti samning við KI um skrán-
inguna og leggi fram skráningarlýsingu. Þá eiga ársreikningar félags og sam-
þykktir að vera aðgengilegar almenningi hjá félaginu án endurgjalds. Félagið
þarf að leggja fram lista yfir innherja samkvæmt reglum þingsins og hluthafa-
fundir skulu vera opnir fjölmiðlum.40 Þessi skilyrði beinast öll að því að tryggja
aðgengi að upplýsingum um starfsemi félagsins. Þá er að endingu gert að skil-
yrði að hið skráða hlutafé sé að fullu greitt við skráningu. Þetta síðasta atriði
leiðir til þess að félagið getur ekki boðið upp á gjaldfresti á greiðslu hlutafjár
eins og þó er heimilt skv. hlutafélagalögum, sbr. 18., 19. og 40. gr. þeirra.
8.3 Skilyrði fyrir skráningu skuldabréfa
Reglur um skráningu skuldabréfa eru talsvert einfaldari en reglurnar um
skráningu hlutabréfa. Um skilyrði skráningar skuldabréfa er að finna reglur í
III. kafla reglna KI nr. 2 og III. kafla skráningarreglugerðar nr. 434/1999.
Sækja verður um skráningu á öllum útgefnum skuldabréfum í sama flokki
og verða réttindin sem bréfunum fylgja að vera þau sömu, sbr. 16. gr. reglna KI
nr. 2. Reglur þessar eru sambærilegar við skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa.
Þá setja reglurnar kröfur um lágmarks markaðsvirði skuldabréfanna. I 17.
gr. reglna KI nr. 2 er miðað við 100 milljónir króna í markaðsvirði en stjóm
þingsins getur veitt undanþágu frá reglunum. Reglugerðin setur hins vegar
lágmarkið við 40 milljónir króna en gefur jafnframt heimild til undanþágu frá
þeirri fjárhæð niður í allt að 15 milljónir króna í markaðsvirði ef aðstæður leyfa,
sbr. 2. og 3. mgr. 10. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999.
Þá þarf að uppfylla sömu skilyrði og við útgáfu hlutabréfa um gerð samn-
ings við KÍ og leggja fram skráningarlýsingu. Arsreikningar og samþykktir
þurfa að vera aðgengilegar almenningi án endurgjalds, sbr. 20. gr. reglna KI nr.
2 og 11. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999.
40 Þótt hluthafafundir eigi að vera opnir fjölmiðlum er ekki þar með sagt að þeir geti verið með
beinar útsendingar frá fundum í útvarpi eða sjónvarpi. í Danmörku hafa t.d. verið viðurkenndar
takmarkanir á því hvemig fjölmiðlar megi nýta þennan rétt. Takmarkanimar hafa verið heimilaðar
m.a annars á þeim grundvelli að upptökur kunni að raska fundarfriði og virka hamlandi á hluthafa
að ræða málefni félagsins og halda upp gagnrýnni umræðu. Hluthafafundur er vettvangur eigenda
félagsins til þess að ræða málefni þess en ekki opinber atburður. Sjá Erik Werlauff: Bprs- og
kapitalmarkedsret, bls. 156-157.
248