Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 54
sjóði sem hafa fjárfest í félögum sem ekki hafa skilað arði þegar sjóðimir eru skráðir. e) Önnur skilyrði I 8. gr. reglna KI nr. 2, og raunar einnig í 4. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999, er að finna nokkur viðbótarskilyrði fyrir skráningu verðbréfa. Þau skilyrði sem þar eru sett fram er að félagið undirriti samning við KI um skrán- inguna og leggi fram skráningarlýsingu. Þá eiga ársreikningar félags og sam- þykktir að vera aðgengilegar almenningi hjá félaginu án endurgjalds. Félagið þarf að leggja fram lista yfir innherja samkvæmt reglum þingsins og hluthafa- fundir skulu vera opnir fjölmiðlum.40 Þessi skilyrði beinast öll að því að tryggja aðgengi að upplýsingum um starfsemi félagsins. Þá er að endingu gert að skil- yrði að hið skráða hlutafé sé að fullu greitt við skráningu. Þetta síðasta atriði leiðir til þess að félagið getur ekki boðið upp á gjaldfresti á greiðslu hlutafjár eins og þó er heimilt skv. hlutafélagalögum, sbr. 18., 19. og 40. gr. þeirra. 8.3 Skilyrði fyrir skráningu skuldabréfa Reglur um skráningu skuldabréfa eru talsvert einfaldari en reglurnar um skráningu hlutabréfa. Um skilyrði skráningar skuldabréfa er að finna reglur í III. kafla reglna KI nr. 2 og III. kafla skráningarreglugerðar nr. 434/1999. Sækja verður um skráningu á öllum útgefnum skuldabréfum í sama flokki og verða réttindin sem bréfunum fylgja að vera þau sömu, sbr. 16. gr. reglna KI nr. 2. Reglur þessar eru sambærilegar við skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa. Þá setja reglurnar kröfur um lágmarks markaðsvirði skuldabréfanna. I 17. gr. reglna KI nr. 2 er miðað við 100 milljónir króna í markaðsvirði en stjóm þingsins getur veitt undanþágu frá reglunum. Reglugerðin setur hins vegar lágmarkið við 40 milljónir króna en gefur jafnframt heimild til undanþágu frá þeirri fjárhæð niður í allt að 15 milljónir króna í markaðsvirði ef aðstæður leyfa, sbr. 2. og 3. mgr. 10. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999. Þá þarf að uppfylla sömu skilyrði og við útgáfu hlutabréfa um gerð samn- ings við KÍ og leggja fram skráningarlýsingu. Arsreikningar og samþykktir þurfa að vera aðgengilegar almenningi án endurgjalds, sbr. 20. gr. reglna KI nr. 2 og 11. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999. 40 Þótt hluthafafundir eigi að vera opnir fjölmiðlum er ekki þar með sagt að þeir geti verið með beinar útsendingar frá fundum í útvarpi eða sjónvarpi. í Danmörku hafa t.d. verið viðurkenndar takmarkanir á því hvemig fjölmiðlar megi nýta þennan rétt. Takmarkanimar hafa verið heimilaðar m.a annars á þeim grundvelli að upptökur kunni að raska fundarfriði og virka hamlandi á hluthafa að ræða málefni félagsins og halda upp gagnrýnni umræðu. Hluthafafundur er vettvangur eigenda félagsins til þess að ræða málefni þess en ekki opinber atburður. Sjá Erik Werlauff: Bprs- og kapitalmarkedsret, bls. 156-157. 248
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.