Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 63
Kauphöll getur sett tiltekin skilyrði fyrir því að samþykkja erlenda skrán-
ingarlýsingu eins og þau að hún verði þýdd á íslensku og að tilteknar viðbótar-
upplýsingar verði lagðar fram sem varða íslenskar aðstæður, t.d. skattlagningu
hérlendis, fjármálstofnun sem annast greiðslur og réttindi eigenda, sem kunna
að vera með öðrum hætti en íslensk lög gera ráð fyrir.
12. BREYTINGAR Á SKRÁNINGU HLUTABRÉFA, FLUTNINGUR
MILLI LISTA
Þegar hlutabréf hafa verið skráð í kauphöll gildir sú meginregla að alla nýja
hluti í félaginu innan sama flokks skuli einnig skrá, sbr. 8. gr. skráningar-
reglugerðar nr. 434/1999. Á útgefandanum hvílir skylda til þess að tilkynna
kauphöllinni um útgáfu nýrra hlutabréfa vegna hlutafjáraukningar. Þegar um er
að ræða útgáfu nýrra hluta, sem seldir eru gegn greiðslu, ber að sækja um skrán-
ingu á hinum nýju hlutum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um skráningu vegna
útgáfu jöfnunarhlutabréfa enda eru þau tengd útgáfu á skráðum bréfum með
beinum hætti. Tilkynningaskyldan helst þó einnig um útgáfu jöfnunarhlutabréfa
og ber að tilkynna slíka útgáfu án tafar til kauphallar.
Ef mikils háttar breytingar verða á rekstrarformi félags eða starfsemi getur
kauphöll ákveðið að sækja þurfi um skráningu að nýju, sbr. 9. gr. skráningar-
reglugerðar nr. 434/1999 og 14. gr. reglna KI nr. 2. Skilyrði þessa er að breyt-
ingin sé þannig að líta megi á félagið sem nýtt fyrirtæki. Á þetta úrræði t.d. við
ef félag hættir meginstarfsemi sinni og snýr sér að öðrum viðfangsefnum.
Þá gildir sú regla skv. 15. gr. reglna KI nr. 2 að uppfylli félag á vaxtarlista
skilyrði um skráningu á aðallista ber að tilkynna kauphöllinni það og færa
félagið á ntilli lista. Hið sama gildir ef félag uppfyllir ekki skilyrði um skrán-
ingu á aðallista þá ber að færa það á vaxtarlista enda fullnægi félagið skilyrðum
til skráningar á vaxtarlista.
13. NIÐURFELLING OG STÖÐVUN SKRÁNINGAR
í 18. gr. kauphallalaga er síðan að finna ákvæði um niðurfellingu skráningar
og heimild til að stöðva viðskipti. Skilyrði þess að kauphöll geti fellt félag af
skrá er að stjómin meti það svo að félagið uppfylli ekki lengur ákvæði laga og
reglna um skráningu. Þá er útgefanda heimill að óska eftir því að verðbréf verði
felld af skrá. Slíkri ósk skal fylgja greinargerð fyrir ástæðum beiðnarinnar. I
þessum tilvikum er stjóm kauphallar heimilt að fresta því í allt að eitt ár að fella
verðbréf af skrá ef ástæða þykir til.
I 3. mgr. 18. gr. khl. er kauphöll veitt heimild til þess að stöðva tímabundið
viðskipti með verðbréf þegar sérstakar aðstæður krefjast þess. Ætla má að úrræði
þessu verði t.d. beitt ef kauphöll metur aðstæður þannig að upplýsingaskyldu
hafi ekki verið sinnt og óvissa sé um stöðu einhvers máls hjá fyrirtækinu. Með
stöðvuninni er þrýst á að upplýsingar verði gerðar opinberar þannig að tryggt sé
að fjárfestar sitji við sama borð.
257