Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 63

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 63
Kauphöll getur sett tiltekin skilyrði fyrir því að samþykkja erlenda skrán- ingarlýsingu eins og þau að hún verði þýdd á íslensku og að tilteknar viðbótar- upplýsingar verði lagðar fram sem varða íslenskar aðstæður, t.d. skattlagningu hérlendis, fjármálstofnun sem annast greiðslur og réttindi eigenda, sem kunna að vera með öðrum hætti en íslensk lög gera ráð fyrir. 12. BREYTINGAR Á SKRÁNINGU HLUTABRÉFA, FLUTNINGUR MILLI LISTA Þegar hlutabréf hafa verið skráð í kauphöll gildir sú meginregla að alla nýja hluti í félaginu innan sama flokks skuli einnig skrá, sbr. 8. gr. skráningar- reglugerðar nr. 434/1999. Á útgefandanum hvílir skylda til þess að tilkynna kauphöllinni um útgáfu nýrra hlutabréfa vegna hlutafjáraukningar. Þegar um er að ræða útgáfu nýrra hluta, sem seldir eru gegn greiðslu, ber að sækja um skrán- ingu á hinum nýju hlutum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um skráningu vegna útgáfu jöfnunarhlutabréfa enda eru þau tengd útgáfu á skráðum bréfum með beinum hætti. Tilkynningaskyldan helst þó einnig um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og ber að tilkynna slíka útgáfu án tafar til kauphallar. Ef mikils háttar breytingar verða á rekstrarformi félags eða starfsemi getur kauphöll ákveðið að sækja þurfi um skráningu að nýju, sbr. 9. gr. skráningar- reglugerðar nr. 434/1999 og 14. gr. reglna KI nr. 2. Skilyrði þessa er að breyt- ingin sé þannig að líta megi á félagið sem nýtt fyrirtæki. Á þetta úrræði t.d. við ef félag hættir meginstarfsemi sinni og snýr sér að öðrum viðfangsefnum. Þá gildir sú regla skv. 15. gr. reglna KI nr. 2 að uppfylli félag á vaxtarlista skilyrði um skráningu á aðallista ber að tilkynna kauphöllinni það og færa félagið á ntilli lista. Hið sama gildir ef félag uppfyllir ekki skilyrði um skrán- ingu á aðallista þá ber að færa það á vaxtarlista enda fullnægi félagið skilyrðum til skráningar á vaxtarlista. 13. NIÐURFELLING OG STÖÐVUN SKRÁNINGAR í 18. gr. kauphallalaga er síðan að finna ákvæði um niðurfellingu skráningar og heimild til að stöðva viðskipti. Skilyrði þess að kauphöll geti fellt félag af skrá er að stjómin meti það svo að félagið uppfylli ekki lengur ákvæði laga og reglna um skráningu. Þá er útgefanda heimill að óska eftir því að verðbréf verði felld af skrá. Slíkri ósk skal fylgja greinargerð fyrir ástæðum beiðnarinnar. I þessum tilvikum er stjóm kauphallar heimilt að fresta því í allt að eitt ár að fella verðbréf af skrá ef ástæða þykir til. I 3. mgr. 18. gr. khl. er kauphöll veitt heimild til þess að stöðva tímabundið viðskipti með verðbréf þegar sérstakar aðstæður krefjast þess. Ætla má að úrræði þessu verði t.d. beitt ef kauphöll metur aðstæður þannig að upplýsingaskyldu hafi ekki verið sinnt og óvissa sé um stöðu einhvers máls hjá fyrirtækinu. Með stöðvuninni er þrýst á að upplýsingar verði gerðar opinberar þannig að tryggt sé að fjárfestar sitji við sama borð. 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.