Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 32
hlutabréfum, hvemig starfsemi félagsins skuli háttað og hvaða upplýsingar skuli látnar opinberlega í té. Almennt má segja að litlar kröfur séu gerðar til upplýsingaskyldu hlutafélaga skv. hlutafélagalögum.3 Reglur um opinbera skráningu verðbréfa eiga hins vegar að tryggja að útgefendur veiti upplýsingar um starfsemi sína með reglubundnum hætti. I annan stað kemur fram í skilgreiningunni að skilmálarnir sem gilda um verðbréfin og útgefendur þeirra eigi að vera samræmdir. Með þeim reglum sem settar hafa verið um starfsemi kauphalla og með reglum Kauphallar íslands hf. (KI) hefur verið lagður grunnur að þessum samræmdu skilmálum. Þama kemur fram annað grunnsjónarmið að baki reglunum um opinbera skráningu verð- bréfa, þ.e. að staðla verðbréfin, annars vegar með því að verðbréfin verða að uppfylla ákveðin skilyrði til þess fá skráningu og hins vegar að útgefandi verðbréfanna verði einnig að uppfylla tiltekin skilyrði. Með þessum hætti er verið að tryggja fjárfestum að skráð verðbréf sem boðin eru til sölu séu með ákveðnum hætti og að um þau og útgefanda þeirra gildi ákveðnar reglur. Þriðji þátturinn í skilgreiningunni sem vert er að staldra við er að skilmál- amir sem verðbréfin og útgefendur verða að uppfylla verða að vera staðfestir af stjómvöldum. Þá verður stjórn kauphallar að samþykkja að taka á skrá, sbr. 17. gr. khk, og hefur að auki eftirlit með því hvort útgefendur starfa samkvæmt þeim skilmálum sem um þá gilda. Kauphöllin kemur að þessu leyti fram sem stjórnvald sem hefur ákvörðunarvald um opinbera skráningu og annast eftirlit. Opinber skráning verðbréfa getur eingöngu átt sér stað í kauphöll. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að skrá megi verðbréf og eiga viðskipti með þau með öðrum hætti. Auk opinberrar skráningar á skipulegum verðbréfamark- aði í kauphöll er heimilt að starfrækja skipulegan tilboðsmarkað skv. ákvæðum IX. kafla kauphallalaga, þar sent viðskipti með verðbréf geta farið fram. Tilboðsmarkaðir af þessum toga verða að starfa skv. viðeigandi reglum kaup- hallalaga og er mælt fyrir um það í 34. gr. laganna að gæta verði þess að kynna ekki verðbréfamarkaði, sem ekki uppfylla skilyrði laganna um kauphallir eða 3 Upplýsingaskylda hlutafélaga til aðila sem hafa hagsmuni af starfsemi þeirra skiptist í nokkra þætti. Hluthafar eiga ákveðinn rétt sem m.a. felst í því að geta fengið upplýsingar á hluthafafundi um málefni félagsins. Eini reglubundni upplýsingafundurinn er aðalfundur þar sem ársreikningar félaga eru afgreiddir og stjórnir félaga gefa skýrslur um starfsemina, sbr. 84. gr. hl. Þá er félögum skylt að tilkynna tilteknar ráðstafanir til hlutafélagaskrár en þær upplýsingar eru aðgengilegar almenningi. Þar er annars vegar um að ræða ákvarðanir hluthafafunda sem lúta að breytingu á sam- þykktum félaga, sbr. 1. mgr. 149. gr. hl., og hins vegar reglubundnar tilkynningar um stjómarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðendur, sbr. 2. mgr. 149. gr. hl. Að endingu er rétt að nefna að hluta- félögum er skylt að senda ársreikninga sína til félagaskrár (nú ríkisskattstjóra) sem veitir almenn- ingi aðgang að þeim, sbr. 69. gr. laga um ársreikninga nr. 144/1994. Af þessu sést að upplýsinga- skylda hlutafélaga er ekki mikil. í þessu samhengi má benda á dóm Hæstaréttar frá 23. nóvember 2000 í máli nr. 225/2000, Burnham Intemational á íslandi hf. gegn Guðmundi Sigurðssyni, en þar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sala hlutafjár í félaginu hefði ekki falið í sér almennt útboð og þurfti félagið því ekki að fylgja þeim reglum sem um slík útboð gilda. Jafnframt var talið ósannað að fjárhagsstaða áfrýjanda hefði verið vemi en fyrirliggjandi gögn hefðu gefið til kynna. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.