Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 25
Vafalaust hefur áfrýjandinn í vöminni í sakamálinu fjallað miklu ítarlegar um þessi atriði en fram koma í þeim útvarpsþætti, sem ummælin eru tekin úr. Varla hefur hann sagt minna þar en í útvarpinu. Hæstiréttur minnist ekkert á stöðu lögmannsins sem lögmanns við áframhaldandi vöm fyrir dómstóli götunnar, og það þrátt fyrir að á því hafi verið byggt af-hálfu áfrýjanda. Enn verður að árétta, að vegna stöðu lögmannsins bar honurn að gæta ákvæða m.a. 18. og 34. gr. siðareglna, sem áður er vitnað til. Tími og rúm leyfir ekki, að ég fari út í samskonar greiningu á ummælum áfrýjanda, sem tengdust fyrri atvikum og kennara við skólann, sem stefnda gekk í. Þó verð ég að segja, að Hæstiréttur leggur sérlega alvarlega merkingu í orðin „kynferðisleg áreitni“, ekki þá almennu, allt að því hvað sem er merkingu, sem áfrýjandi, segist hafa notað orðin. Um þetta nægir að spyrja: í hvaða vemdaða umhverfi lifir sá Hæstiréttur, sem telur sérlega alvarleg orð, sem hafa fengið allt að því kæruleysislega merkingu í almenningsmunni og eru höfð í flimtingum? 8. NIÐURSTAÐA I fundarboði var spurt fjögurra spuminga: 1. hvar mörk tjáningarfrelsis og æruvemdar liggi, 2. hvort af dóminum verði dregnar ályktanir um tjáningarfrelsi lögmanna, 3. hvað lögmenn eigi og megi ganga langt í að tjá sig opinberlega um mál, sem þeir hafa með höndum, 4. hvort þörf sé breytinga á siðareglum lögmanna. Niðurstaða mín af könnun á dóminum, öðrum dómum og lögum og reglum um lögmenn er: (1) 1 ljósi þess að Hæstiréttur svarar því ekki hvernig mörkin verði dregin á milli tjáningarfrelsis og æmvemdar, hefur þessi dómur ekki fært okkur nær því að neinu leyti. Ujóst er, að gildisdómar eru nánast alltaf heimilir í umræðu um mikilsverð málefni, en vandinn við að greina á milli staðhæfinga og gildis- dóma, sem var ærinn fyrir, hefur enn aukizt. Þó er augljóst, að ekki verða öll mikilsverð málefni vegin á sama hátt. Taka verður fram, að dómurinn sýnir, að við mat á því, hvort það sem sett er fram sé staðhæfing um staðreynd eða gildisdómur, muni Hæstiréttur fara mjög í saumana á hinum sögðu orðum og freista þess af mikilli nákvæmni að greina þar á milli. (2) í dóminum er lögð mjög mikil áherzla á, að áfrýjandi hafði áratuga reynslu af málflutningsstörfum. Yrði í því ljósi að ætla, að orð, sem hann lét falla í umræðu um þjóðfélagsmál á sviði, sem tengdist störfum hans, hafi vegið þyngra gagnvart almenningi en ætti einhver annar í hlut. Samkvæmt þessu verður af dóminum dregin sú ályktun, að Hæstiréttur verði um lögmenn enn strangari í mati sínu á því, hvort um staðhæfingu um staðreynd eða gildisdóm sé að tefla. Samkvæmt tilvitnuðum dómum mannréttindadómstólsins gildir 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.