Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 4
95. gr. Sá sem stýrir leit skal skrá skýrslu um hana og komi þar fram hvernig leit fór fram og samkvæmt hvaða heimild, hverjir voru viðstaddir og hvem árangur leitin bar. 96. gr. Haldast skulu sérákvæði í lögum um húsleit og líkamsleit, svo og um líkams- rannsóknir. Ákvæði þessi eru ekki fjölskrúðug og hafa verið efnislega nær óbreytt frá því heildarlög urn meðferð opinberra mála nr. 27/1951 voru sett. Þau nýmæli voru þó tekin upp í lög nr. 19/1991 sem er að finna í 3. mgr. 94. gr. og 95. gr., þ.e. að varfæmi og hlífð skuli sýna við framkvæmd húsleitar og skýrslu skuli gera um hana. Þessi nýmæli geta skipt þó nokkru þótt vel kunni að vera að framkvæmdin hafi verið í samræmi við þau áður en lög nr. 19/1991 tóku gildi. Ohætt er að fullyrða að nokkuð fastmótaðar venjur hafi skapast bæði er varðar þær forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi til að húsleit sé heimiluð og eins um framkvæmd hennar. Rannsakendur læra smám saman hvað til þarf svo að húsleit verði heimiluð og hvenær þeir fara yfir það strik í beiðnum sínum. Sé litið til fjölda þeirra rannsóknarúrskurða sent kveðnir hafa verið upp í héraðsdómstólum landins má sem dæmi nefna að þeir voru 718 á árinu 2000, þar af 109 húsleitarúrskurðir, og 769 árið 2001, þar af 127 húsleitarúrskurðir. Rannsóknarúrskurðum í heild hefur stöðugt farið fjölgandi frá árinu 1998. Frá og með árinu 1993 hafa húsleitarúrskurðir að jafnaði verið vel á annað hundrað og langflestir þeirra tengjast rannsókn á þjófnaðar- og fíkniefnamálum, en þau mál eru oft á tíðum nátengd. Það er yfirleitt svo að úrskurðir um húsleit og rannsóknarúrskurðir almennt eru ekki birtir opinberlega nema sé þeim skotið til Hæstaréttar, enda óvíst að lög heimili að þeir séu afhentir öðrunt en þeim sem til þess geta sannað lögvarða hagsmuni sína. Þar er Hæstiréttur að vísu undanskilinn vegna skyldu til að birta dóma sína. Ekki alls fyrir löngu setti prófessor við lagadeild Háskóla Islands fram gagn- rýni á morgunverðarfundi Verslunarráðs Islands sem skilin var svo af fjöl- miðlum að á skorti að dómarar legðu „sjálfstætt mat á ástæður fyrir húsleit opinberra aðila, áður en þeir veita heimild fyrir þeim“ eins og segir í Morgun- blaðinu 19. september sl. Varð úr þessu svolítill fjölmiðlahvellur eins og gjarnan verður þegar fjölmiðlar þykjast hafa komist í feitt gagnvart dómstólum. Prófessorinn skýrði frá því næsta dag eða þamæsta í Morgunblaðinu að þetta hefði hann ekki sagt, einungis gagnrýnt að „sumir þeir úrskurðir héraðsdómara um húsleit, sem birtir hafa verið, bera það ekki með sér að dómarar hafi tekið sjálfstæða afstöðu til beiðni um húsleit, vegna þess að þar er einvörðungu látið nægja að vísa til rökstuðnings lögreglu eða stjómvalda fyrir beiðninni“. Ekki skal dregið í efa að það sem prófessorinn segir geti staðist út af fyrir sig en rétt er að vara við alhæfingum í þá átt að lýsingu á forsendum dómarans sjálfs skorti í rannsóknarúrskurðum yfirleitt. Ekki er vitað til þess að úrskurðimir hafi sérstaklega verið skoðaðir í þessu skyni enda yrði að fórna til þess töluverðri 308
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.