Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 10
og þurfi því ekki við reglna um sennilega afleiðingu í því skyni.21 þessari grein er ekki miðað við, að svo langt verði gengið, og þess vegna gert ráð fyrir, að reglur um sennilega afleiðingu hafi áfram þýðingu við afmörkun skaðabóta- ábyrgðar, einkum atviksbundið, þ.e. ekki sem almennar reglur. A hinn bóginn er við það miðað, að á mörgum sviðum skaðabótaréttar horfi það til skiljanlegri afmörkunar á skaðabótaábyrgð að styðjast við reglur um vemdartilgang skaða- bótareglna, fremur en reglur um sennilega afleiðingu. Þannig megi a.m.k. lýsa því með almennari hætti, hvaða hagsmunir njóti vemdar og hvaða hagsmunir eigi að falla utan þeirrar vemdar, sem skaðabótareglur veita. Sem fyrr greinir verður vikið sérstaklega að þessu síðar í greininni. I fræðilegri umfjöllun um skaðabótarétt er hefð fyrir því að fjalla um hug- tökin orsakatengsl og sennilega afleiðingu hvort í sambandi við annað. Regl- umar um sennilega afleiðingu eru í slíkri umfjöllun ýmist taldar vera nánari útfærsla á skilyrðinu um orsakatengsl, eða sérstök viðbót við skilyrðið.3 Síðari hátturinn verður hafður á hér, enda hefur það verið tíðkað í íslenzkri lögfræði.4 Skilyrðin um orsakatengsl og sennilega afleiðingu eiga við, hvort heldur sem ábyrgð er reist á sakarreglunni eða reglum um hlutlæga ábyrgð, en þó eru sjónarmið um sennilega afleiðingu nokkuð með öðrum hætti, þegar ábyrgð er reist á hlutlægum grundvelli en þegar hún er reist á sakarreglunni.5 I þessari grein verður, sem fyrr greinir, fjallað um reglur um orsakatengsl og reglur um takmörkun á umfangi skaðabótaábyrgðar. Sérstök áherzla verður lögð á umfjöllun um beitingu þessara reglna í dómaframkvæmd. I 2. kafla verður fjallað um orsakatengsl, fyrst með almennum hætti, svo sem um grund- völl reglnanna, sönnunarreglur o.fl., en að því búnu um einstök afbrigði, eink- um um tilvik þegar fleiri en ein tjónsorsök hafa, eða geta hafa leitt til tjóns, en ýmis blæbrigði geta komið upp í þeim tilvikum, sem valda óvissu um bóta- ábyrgðina. I 3. kafla verður fjallað um sennilega afleiðingu og þá takmörkun á umfangi skaðabótaábyrgðar, sem í þeim reglum felst. Einnig er í kaflanum fjallað um takmörkun á skaðabótaábyrgð eftir öðrum reglum, þ.e. einkum eftir því hver ætla megi að sé verndartilgangur þeirra reglna, sem um ræðir. Fjallað er um hvemig reglunum um sennilega afleiðingu er beitt í ýmsum tilvikum, t.d. þegar tjónþoli befur sjálfur áhrif á framvindu mála eða þriðji maður. Loks er vikið stuttlega að ýmsum öðrum reglum um takmörkun skaðabótaábyrgðar. Alitaefni um orsakatengsl hafa nokkuð komið til kasta íslenzkra dómstóla, þótt varla verði sagt, að dómaframkvæmd hér á landi um það efni sé fjölskrúð- ug. Mun færri dómar eru á hinn bóginn til um tilvik, þar sem beinlínis er deilt um hvort tjón sé sennileg afleiðing bótaskyldrar háttsemi. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt að nota aðra norræna dóma, einkum danska, til skýringar við 2 Sjá um slíkar kenningar Hákan Andersson: Skyddsándamál och adekvans, bls. 156 og áfram. 3 Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 198. 4 Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls. 89-91. 5 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 136-137. 314
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.