Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 20
í öðru lagi hefur verið bent á mál um mengunartjón,20 en ekki er þó unnt að finna því stoð í íslenzkum rétti, sbr. t.d. H 1986 79 og 110 og H 1995 1063. Verður vart ályktað á annan veg en þann, að venjulegar kröfur séu gerðar til sönnunar, þegar um mengunartjón er að ræða.21 í þriðja lagi hefur verið bent á bótaábyrgð lækna og sjúkrastofnana, enda er sönnunarstaða tjónþola í slíkum málum oft slæm.22 Dæmi um íslenzka dóma, þar sem þetta er gert eru: H 1992 2122 Drengurinn K fæddist á sjúkrahúsinu A. Sýnist hann hafa skaddazt á heila vegna súrefnis- og næringarskorts í fæðingu og á fyrstu mínútum eftir fæðingu. Ekki var talið, að sérstakir alvarlegir áhættuþættir tengdust móður drengsins og meðganga hennar var eðlileg. Tvær ljósmæður voru viðstaddar fæðingu. Talið var, að ástæða hefði verið til að sérfræðingur í fæðingarhjálp hefði verið viðstaddur fæðinguna, en svo var ekki. Þegar í ljós kom við fæðinguna, að ekki var allt með felldu, var reynt að boða aðstoðarlækni, en það sýnist hafa misfarist vegna galla í boðunarkerfi A. í áliti Læknaráðs kom fram, að margt hefði mátt betur fara við fæðinguna, og nærvera læknis myndi hafa aukið líkur á því, að K hefði fæðzt heilbrigður. Var því talið, að á hefði skort að fullnægjandi öryggisráðstafana hefði verið gætt við fæðinguna. Orsakasamhengi milli þess, sem fór úrskeiðis við fæðinguna, og heilaskaðans, var talið ósannað, en talið víst að sönnunarfærsla á því væri mjög erfið. Var talið, að læknisfræðileg gögn renndu stoðum undir, að um orsakatengsl gæti verið að ræða. Eftir atvikum var talið, að sönnunarreglur leiddu til þess, að A bæri hallann af óvissu í þeim efnum. Var því lögð bótaábyrgð á A. Sjá einnig H 1995 989, einkum úrlausn héraðsdóms á bls. 1006. Segja má, að þessi afstaða dómstóla til sönnunar, þegar um líkamstjón vegna meintra mistaka lækna er að ræða, hafi verið staðfest í lögum um sjúklinga- tryggingu, nr. 111/2000. Þau lög taka til líkamstjóns allt að tiltekinni fjárhæð, sem verður í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á heilbrigðisstofnun eða meðhöndlun sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanns. f upphafi 1. mgr. 2. gr. þeirra laga segir svo: „Bætur skal greiða án tillits til þess hvort einhver ber skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttarins, enda megi að öllum líkindum rekja tjónið til einhvers eftirtalinna atvika: ...“. (Leturbr. höf.) 20 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 273; Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsrátt, bls. 200 og Peter L0drup: Lærebok i erstatningsrett, bls. 328. 21 Sjá um sömu skoðun Guðný Björnsdóttir: „Bótaábyrgð vegna mengunartjóns". Úlfljótur. 2. tbl. 1999, bls. 215-232, hér bls. 223. 22 Sjá t.d. Oliver Talevski: „Bevisbyrden i sager om lægers erstatningsansvar“. Juristen. 1. hefti 1990, bls. 1-15, hér einkum bls. 10-12 og Jón Steinar Gunnlaugsson: „Um sönnunarbyrði í málum er varða skaðabótaábyrgð lækna og sjúkrastofnaná*. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1995, bls. 213-216. Tekið skal fram, að Talevski vekur athygli á því, að ýmsir danskir dómar, þar sem sönnunarbyrði er snúið við eins og hér er lýst, kveða á um lækkun bóta vegna sönnunaróvissu, sbr. dómar í UfR 1965, bls. 680, UfR 1971, bls. 19 og UfR 1976, bls. 828. Höfundurinn gagnrýnir þessa lækkun bóta, sbr. bls. 11 í grein hans. 324
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.