Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 22
í þessum dómi er um að ræða svipaða beitingu sönnunarreglna og áður getur um bótaábyrgð lækna. Segir beinlínis, eftir að búið er að slá því föstu að stefndu hafi sýnt af sér saknæma háttsemi, sem líklegt er að leitt hefði til tjóns, verði þau að bera hallann af sönnunarskorti um að tjón hefði ekki orðið. M.ö.o. Hæstiréttur telur sér fært í málinu að snúa við sönnunarbyrði um afleiðingar saknæmrar háttsemi. í H 1996 1279 er deilt um rétt kaupanda fasteignar til skaðabóta úr hendi fasteignasala. I þessum dómi er sönnunarreglum beitt að ýmsu leyti með hag- felldum hætti fyrir tjónþola, þótt ekki verði sagt, að sönnunarbyrði um afleið- ingar bótaskyldrar háttsemi sé snúið við.25 Af framangreindu má draga þá ályktun, að sú afstaða dómstóla að beita sönn- unarreglum með hallkvæmum hætti fyrir tjónþola í bótamálum gegn læknum og sjúkrastofnunum hefur víðtækara gildi. Þessi afstaða dómstóla hefur verið orðuð svo: Ef það sannast við beitingu almennra sönnunarreglna, að læknir eða eftir atvikum annar starfsmaður sjúkrastofnunar, hefur sýnt af sér saknæma háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, og skaði verður, sem hugsanlega verður rakinn til hinnar saknæmu háttsemi, ber læknirinn eða sjúkrastofnunin fulla skaðabótaábyrgð, nema þau sanni að skaðinn hefði orðið þó að fullrar aðgæzlu hefði verið gætt. Sönnunarbyrði um afleiðingamar er m.ö.o. snúið við.26 Dæmi eru um slíka beitingu, þegar lögmenn eiga í hlut, en hafa ber í huga, að þar var um líkamstjón að ræða. Ekki er útilokað, að dómstólar teldu sér heimilt að beita sönnunarreglum með líkum hætti um bótaábyrgð annarra sérfræðinga líka, ef ástæða væri til. Um það verður þó ekki fullyrt. 2.7.4 Sönnun um orsakatengsl, þegar fleiri en ein tjónsorsök kemur til álita Meginreglan um sönnunarbyrði tjónþola gildir vissulega einnig, þegar fleiri en ein orsök geta verið fyrir tjóni. Má nefna dæmi úr dómaframkvæmd þar sem svo háttar til, sbr.: H 1958 350 Maður nokkur slasaðist í bifreiðaárekstri. Hann kvartaði unda þrálátum höfuðverk, vanlíðan og úthaldsleysi eftir slysið, en læknar töldu að þessi mein hans ættu rót sína að rekja til augnbilunar mannsins, en ekki umferðarslyssins. Var það álit lagt til grundvallar dómi og kröfum mannsins um skaðabætur vegna þessara meina hafnað. 25 Um þennan dóm er ítarlega fjallað í grein Viðars Más Matthíassonar: „Helztu starfsskyldur fasteignasala og skaðabótaábyrgð þeirra". Úlfljótur. I. tbl. 1997, bls. 311-345, hér bls. 341-344. 26 Jón Steinar Gunnlaugsson: „Um sönnunarbyrði í málum er varða skaðabótaábyrgð lækna og sjúkrastofnana". Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1995, bls. 216. 326
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.