Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 23
H 1996 1793 Drengur nokkur, E, slasaðist í umferðarslysi í júní 1979, þá átta ára gamall. Hann hafði þá lokið námi í sex ára bekk og í tveimur bekkjum grunnskólans, en var þó með öllu ólæs. Eftir slysið lá E á sjúkrahúsi í þrjá sólarhringa, en fékk svo að fara heim til sín. Samkvæmt læknisvottorði var hann þá eðlilegur og ekki með höfuð- verk, ógleði eða uppköst og engin brottfallseinkenni. í læknisvottorðinu kemur fram, að lagt hafi verið að foreldrum hans að hafa samband við sjúkrahúsið, ef einhver sjúkdómseinkenni kæmu fram. A árinu 1985 var leitað til sérfræðings vegna námsörðugleika E og á árinu 1988 var hann skoðaður af sálfræðingi og af lækni, sem mat örorku hans vegna slyssins 75%. Læknaráð taldi að ekki yrði fullyrt um, að örorka E ætti rót sína að rekja til slyssins, en taldi það þó mjög líklegt. I héraðsdómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, var á hinn bóginn talið, að ekkert hefði komið fram um, að námserfiðleikar og þroskafrávik E væru afleiðingar slyss- ins, heldur hefði hann haft þessa annmarka fyrir. Ekki var heldur talið sannað, að E hefði slasast á heila í umferðarslysinu. Var því ekki talið, að hann hefði orðið fyrir öðru tjóni en hann hafði áður fengið bætt og kröfum hans um frekari bætur því hafnað. H 1968 1271 Dómurinn er reifaður í kafla 2.1 og vísast þangað. Niðurstaðan er reist á því áliti Læknaráðs, að líklegt verði að teljast, að heilsubrestur manns af völdum slyss hafi a.m.k. verið „meðverkandi" orsök að dauða hans. Sérstakt álitaefni getur verið, hvort telja eigi orsakir hafa verkað saman eða ekki. Sé um það ágreiningur getur þurft að sanna það. I H 2000 265 hélt tjónþoli því fram, að líkamstjón hans hefði verið vegna samverknaðar fjögurra stúlkna. A það var ekki fallizt og talið, að tjóni hefði verið valdið af einni þeirra. Dómur þessi er reifaður ítarlega síðar í greininni. 2.8 Ýmis álitaefni um orsakatengsl 2.8.1 Fleiri en ein orsök getur verið til tjóns Skilyrðiskenningin veitir almennt fullnægjandi svör við álitaefnum um or- sakatengsl, sé henni beitt með þeim takmörkunum, sem að framan er gerð grein fyrir. Því verður þó ekki neitað, að ýmis álitaefni koma upp þegar fleiri en eitt atvik eða atburður leiðir til tjóns. Flokka má þau tilvik, er fleiri en ein orsök getur verið fyrir tjóni, í tvo meginllokka, sem gerðir verða að umtalsefni, þ.e. samverkandi tjónsorsakir og sjálfstæðar tjónsorsakir. Engin leið er að fjalla um alla þá flokka eða afbrigði, sem til álita geta komið, enda hefur það takmarkaða hagnýta þýðingu, a.m.k. í skaðabótarétti.27 27 Vísa má til umfjöllunar í grein Jóhannesar Sigurðssonar Orsakasamband í skaðabótarétti, bls. 95-112. 32 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.