Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 26
J starfaði hjá S og lenti þar í alvarlegu vinnuslysi, er hann festi hönd sína í tjakki mötunarbúnaðar fyrir sorpbrennsluofn. Klemmdist liann illa og var fastur í um 40 mínútur, áður en tókst að losa hann. Hann var illa slasaður á hendi, svo nánast var um að ræða ófullkomið stúfhögg. Er J kom á sjúkrahúsið 31. janúar 1996 fór hann í aðgerð á hendinni, en önnur aðgerð var framkvæmd 3. febrúar sama árs. Þá kenndi J verkja í vinstri öxl og breytingar komu fram á hjartalínuriti. Var hann sendur á hjartadeild til rannsóknar og þar talið, að hann hefði fengið kransæðastíflu. Hann var útskrifaður af hjartadeild 9. sama mánaðar og af sjúkrahúsi 31. marz 1996. Vorið 1997 fór J aftur að finna til í vinstri öxl og leitaði 22. maí sama árs á sjúkrahús þess vegna. Fékk hann þar lyfja- og sprautumeðferð. Hann var fimm dögum síðar fluttur á sjúkrahús vegna verkja og greindist þá með kransæðastíflu. Þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að bjarga lífi hans og lézt hann síðar sama dag. í skaðabótamáli, sem ekkja J rak gegn S, var talið, að S bæri ábyrgð á líkamstjóni því, er J hlaut í starfi sínu, en þó var talið, að hann hefði sjálfur sýnt af sér gáleysi við framkvæmd starfans og ætti því að bera tjón sitt sjálfur að hálfu. Ekkja J reisti málatilbúnað sinn einnig á því, að andlát hans hefði orsakast af slysinu, og ætti hún því einnig rétt á bótum vegna missis framfæranda. I dómi héraðsdóms var vísað til álits læknis, sem haft hafði J til meðferðar, en hann taldi að sú gífurlega streita, sem hann hafði orðið fyrir við slysið, hefði haft neikvæð áhrif á hjartasjúkdóm hans og átt beinan þátt í ótímabæru andláti hans. Einnig var vísað til yfirmatsgerðar, en þar kom fram, að grunnorsökin fyrir andláti J væri útbreiddur kransæðasjúkdómur, sem örugglega hefði átt sér margra áratuga aðdraganda. Engu að síður töldu yfirmatsmenn, að öll sú streita, sem J hafði lent í við slysið og í framhaldi af því, hefði verið meðvirkandi orsök til að hrinda þeim breytingum af stað, sem leiddu til andláts hans. Taldi dómurinn, m.a. með vísan til yfirmatsgerðar, að það væri líklegra en ekki, að vinnu- slysið 31. janúar 1996 hafi verið samverkandi orsök kransæðastíflu þeirrar, er dró J til dauða hinn 27. maí 1997. Taldi dómurinn, að nægilega væri sýnt fram á orsaka- tengsl milli vinnuslyssins og andláts J og féllst því á kröfur ekkju hans um bætur úr hendi S fyrir missi framfæranda. I framangreindu máli kom fram, að ekki væri liægt að segja fyrir um það, hvenær hjartasjúkdómur mannsins hefði leitt til dauða hans, ef slysið hefði ekki orðið, en slysið hefði flýtt fyrir dauða hans. Slysið var því nauðsynlegt skilyrði hins ótímabæra andláts, en ekki nægilegt skilyrði. I ljósi þess, að íslenzkur réttur byggir á skilyrðiskenningunni, sem meginreglu og ekki meginorsaka- kenningunni, og að slysið var eina ábyrgðarástæðan, verður að telja, að niður- staða þessa dóms sé eðlileg. Niðurstaðan er í samræmi við niðurstöður í sam- bærilegum málum í norrænum rétti. Sé litið til síðari flokksins, þ.e. tilvika er tvær eða fleiri orsakir, sem verka saman en engin ein þeirra myndi teljast nægjanlegt skilyrði til þess að valda tjóninu, þá eru eins og fyrr segir til ýmis afbrigði. I tilvikum þar sem allra orsaka er þörf til þess að tjón verði, er ljóst að skilyrðiskenningin á við, þótt segja megi, að hver orsök sé nauðsynlegt skilyrði, þá eru þær hver um sig ekki nægjanlegt skilyrði tjóns, því til að valda því þarf þær allar. 330
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.