Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 30
3. UM SENNILEGA AFLEIÐINGU OG AÐRAR REGLUR UM TAKMÖRKUN Á UMFANGI SKAÐABÓTAÁBYRGÐAR 3.1 Almennt um takmörkun skaðabótaábyrgðar Þótt búið sé að slá því föstu, að orsakatengsl séu á milli saknæmrar háttsemi, eða háttsemi sem er bótaskyld eftir öðrum reglum, og tjóns, nægir það ekki til þess, að unnt sé að knýja fram skaðabótakröfu. Það hefur lengi verið ríkjandi viðhorf í skaðabótarétti, að setja bæri skaðabótaábyrgð mörk, sem m.a. yrðu dregin samkvæmt reglunt um sennilega afleiðingu (d. adækvans).33 Það var fyrir miðja síðustu öld, sem fræðimenn í skaðabótarétti voru flestir þeirrar skoðunar, að eldri sjónarmið um takmörkun ábyrgðar, sem reist voru á því, að einungis beinar eða nátengdar (umiddelbare) afleiðingar bótaskyldrar háttsemi væru ófullnægjandi í þessu skyni.34 Sumir, eins og Ussing, lögðu verulega áherzlu á gildi reglna um sennilega afleiðingu í þessum tilgangi. Aðrir fræði- menn hafa efast um almennt gildi reglnanna í þessu skyni og talið, að skilyrðið um sennilega afleiðingu komi þá fyrst til skoðunar, þegar búið sé að staðreyna, hvort tjónþoli geti átt rétt til bóta, þ.e. njóti verndar skaðabótareglna.35 Þeim mörkum, sem skilyrðið um sennilega afleiðingu setur skaðabótaábyrgð, hefur verið lýst svo að takmarka verði ábyrgð við þær afleiðingar bótaskyldrar hátt- semi, sem séu fyrirsjáanlegar eða við afleiðingar, sem sé eðlilegt og sanngjamt að gera mann ábyrgan fyrir.36 Álitaefni um það, hvort skilyrðinu um sennilega afleiðingu sé fullnægt, rís því aðeins, að afleiðingar saknæmrar háttsemi séu mjög fjarlægar eða óvenjulegar. Til þess að skilyrðinu um sennilega afleiðingu sé fullnægt, þarf að liggja fyrir, að hætta á tjóni hafi aukizt vegna hinnar saknæmu háttsemi, þ.e. hætta á því tjóni, sem raunverulega varð.37 Krafan um, að tjón verði að vera sennileg afleiðing saknæmrar háttsemi, hlýtur í eðli sínu að takmarka umfang skaðabótaábyrgðar. Um það verður ekki deilt.38 Á hinn bóginn má færa fyrir því rök, að skaðabótaábyrgð hafi oft verið 33 Um adækvans hefur í íslenzku lagamáli stundum verið notað orðið vávæni, t.d. í grein Gizurar Bergsteinssonar: „Nokkur sjónarmið í skaðabótarétti". Úlfljótur. 2. tbl. 1963, bls. 87-108, hér bls. 94-95 og víða í riti Jónatans Þórmundssonar: Afbrot og refsiábyrgð I. Einnig hefur verið notað orðið skaðvæni, t.d. í grein Ármanns Snævarr: „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis". Úlfljótur. 4. tbl. 1976, bls. 229-243, hér bls. 229. Þessi orð, þótt þau séu góð íslenzka, hafa ekki náð að festa sig í sessi í málinu. Hér eru notuð orðin sennileg afleiðing, svo sem gert hefur verið síðustu áratugi í skaðabótarétti, sbr. t.d. Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls. 89- 91. 34 Sjá um þetta t.d. Henry Ussing: Erstatningsret, bls. 148-153. 35 Sjá t.d. A. Vinding Kruse: „Erstatningsansvarets grænser". Juristen. 1957, bls. 521-541, hér bls. 533-534. 36 Ármann Snævarr: „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis". Úlfljótur. 4. tbl. 1976, bls. 231-232. f greininni er fyrst og fremst fjallað um orsakatengsl og sennilega afleiðingu í refsirétti og kann það að ráða nokkru um það, hve höfundur lýsir því með víðtækum hætti hvaða takmarkanir á ábyrgð felast í reglunum um sennilega afleiðingu. 37 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 275-276. 38 Marcus Radetzki: Orsak och skada, bls. 15. Þar tekur höfundur svo til orða, að hlutverk reglna um sennilega alleiðingu sé að setja „en yttersta grans för skadestSndsansvaret". 334
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.