Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 34
bótareglna, sem tæki í því skyni.45 Þessar skoðanir miða við að vemdartilgangur skaðabótareglna verði metinn í víðara samhengi en áður, þ.e. ekki bara litið til vemdartilgangs þeirra reglna, sem ábyrgðin er reist á, heldur verði metin öll þau sjónarmið, sem áhrif geti haft á umfang skaðabótaábyrgðar í hverju tilviki. Það eigi að gera með því að líta til tveggja meginþátta, sem innbyrðis flokkast svo í undirflokka. Fyrri þátturinn lýtur að sjónarmiðum, sem tengjast tjónvaldi, þar eru álita- efnin flokkuð í tvo flokka. I fyrsta lagi sjónarmið, sem varða þær reglur, sem bótaábyrgðin er reist á, þar með talið hver ætla megi að sé vemdartilgangur reglnanna, og í öðru lagi hvemig hættu á tjóni hefur verið valdið, þ.e. að hvaða leyti tjónsorsökin, sem er grundvöllur ábyrgðar, hefur í raun valdið tjóninu, þrátt fyrir að fleiri tjónsorsakir hafi komið til. í seinni flokknum eru tekin til athugunar nokkur atriði, sem varða tjón- þolann. í fyrsta lagi er þar um að ræða huglæg atriði, sem hann varða, t.d. hvemig hann hefur hegðað sér, þegar tjón varð, hvort um meðábyrgð eða eigin sök hans sé að ræða. í öðru lagi er um hlutlæg atriði, sem varða tjónþolann, að ræða, t.d. atriði sem varða hvort hann hafi verið sérstaklega viðkvæmur fyrir tjóni, svo sem vegna þess, að hann hafi orðið fyrir öðru tjóni áður. I þriðja lagi er um atriði að ræða, sem lúta að tilvikum, þegar maður verður fyrir tjóni vegna þess, að einhver annar verður fyrir tjóni. Hér er t.d. um tilvik að ræða, þegar ná- kominn verður fyrir andlegu áfalli við það, að skyldmenni deyr vegna bóta- skyldrar háttsemi. í fjórða lagi ber að líta til lögfræðilegra atriða, sem tengjast tjónþola, t.d. hvort víðtækar ábyrgðarreglur, t.d. hlutlæg ábyrgð, gilti um hátt- semi hans. Þess er enginn kostur að gera til hlítar grein fyrir þessum skoðunum, en eins og fyrr segir er þeim m.a. ætlað að konta í stað reglna urn sennilega afleiðingu, þ.e. þeim reglum yrði ofaukið, því með ákvörðun um verndartilgang skaðabóta- reglna mætti draga mörk skaðabótaábyrgðar þannig, að ekki þyrfti við þeirrar takmörkunar, sem falizt getur í reglum um sennilega afleiðingu. 3.2.3 Samspil reglna um verndartilgang skaðabótareglna og sennilega afleiðingu Ekkert verður fullyrt um það, hvemig umfangi skaðabótaábyrgðar verða sett mörk í framtíðinni. Fullvíst má þó telja, að reglumar um sennilega afleiðingu dugi ekki til þess einar sér fremur en fyrr. Verður að telja, að þýðing þeirra fari minnkandi í þessu skyni í framtíðinni. Á hinn bóginn er ástæða til að efast um, að reglur um verndartilgang skaðabótareglna geti einar sér dregið mörk skaða- bótaábyrgðar og byggt þannig út reglum um sennilega afleiðingu. Til þess eru þau sjónarmið, sem byggt er á við ákvörðun á verndartilgangi reglnanna, of flókin og niðurstöður lítt fyrirséðar í einstökum tilvikum. Telja verður þó eðlilegt, að leitast sé við að flokka tilvik, sem falla utan skaðabótaábyrgðar, m.a. með hliðsjón af verndartilgangi skaðabótareglna. í þessum skrifum verður látið nægja að flokka með almennum hætti ýmis tilvik, sem talin hafa verið falla 338
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.