Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 41
lögmannsstofu eða sambærilegum rekstri, sem verða í heild fyrir tekjutapi
vegna fjarvista tjónþola.
Almenna reglan er sú, að þriðji maður geti ekki gert kröfu um skaðabætur
vegna líkamstjóns annars manns.52 Frá þeirri meginreglu eru margar undan-
tekningar, sem ýmist byggjast á beinum lagaákvæðum eða venju. I 12.-14. gr.
skaðabótalaga eru t.d. ákvæði sem mæla fyrir um rétt til bóta fyrir missi fram-
færanda og um hvemig fjárhæðir bóta skulu ákveðnar. I 2. mgr. 17. gr. sömu
laga er ákvæði um rétt vinnuveitanda, sem greitt hefur forfallalaun, til þess að
krefja hinn bótaskylda um aukaútgjöld, sem hann kann að hafa orðið fyrir
vegna forfalla starfsmanns, t.d. vegna ráðningar afleysingamanns. Ymis dæmi
má finna úr dómaframkvæmd, þar sem fallizt er á rétt foreldra til bóta vegna
aukakostnaðar við umönnun bama, sem hlotið hafa varanlegan skaða í bóta-
skyldum slysum, sbr. t.d. H 1991 426 og H 1992 2122.
Munatjón
Með sama hætti, og gerð hefur verið grein fyrir um líkamstjón, kemur það
oft fyrir, að þriðji maður verður fyrir tjóni vegna munatjóns annars manns, þ.e.
tjóns á mun í eigu annars manns. Meginreglan í þeim tilvikum er einnig líka sú,
að þriðji maður getur ekki beint bótakröfum að þeim, sem ábyrgð ber á muna-
tjóninu. Viðurkenna verður þó, að hér eru fjölmargar undantekningar og afar
flókið að draga mörk skaðabótaábyrgðar milli hagsmuna, sem njóta vemdar og
hagsmuna, sem gera það ekki. Bent hefur verið á, að þeir sem eigi óbein eignai-
réttindi í hlut, t.d. veðhafi, geti krafið um bætur vegna tjóns á honum og vísast
er það almenna reglan.53 Það leiðir þó ekki til þess, að engir aðrir geti átt rétt á
bótum. Ýmis náin tengsl manns við hlut geta leitt til þess, að hann verði talinn
eiga bótakröfu, ef hluturinn skemmist eða eyðileggst vegna bótaskyldrar hátt-
semi annars manns. Eru ekki tök á því hér að ræða þetta nánar.
Andlegt áfall þriðja manns
Það hefur lengi verið meginregla í norrænum rétti, að þriðji maður, sem fær
andlegt áfall vegna líkamstjóns annars manns, þótt hann sé honum nákominn,
eigi ekki rétt til skaðabóta. Eins og fyrr greinir hefur þetta stundum verið rök-
stutt með vísan til reglna um sennilega afleiðingu, sbr. H 1936 243, en einnig
með vísan til þess, að ekki væru lagarök til að dæma bætur í slíkum tilvikum,
sbr. H 1971 703. Hefur þetta einnig verið meginreglan í dönskum rétti, sbr. dóm
í UfR 1988, bls. 166, sem vart hafa verið gerðar undantekningar frá í dóma-
framkvæmd, sjá þó dóm í UfR 1973, bls. 451. í síðamefnda dóminum voru
dæmdar bætur vegna andlegs áfalls ökumanns, sem varð fyrir því, að vélhjól,
er ölvaður maður ók, lenti á bifreið hans og olli skemmdum á henni, auk þess
sem stjómandi vélhjólsins lézt. Atvik málsins voru sérstök, og ljóst að öku-
maður bifreiðarinnar var sjálfur í hættu og því í mikilli nálægð við tjónið.
52 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 290.
53 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 295.
345