Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 49
3.6 Reglur sem hafa sömu eða hliðstæð markmið og reglur um sennilega afleiðingu Eins og fyrr greinir er hlutverk skilyrðisins um sennilega afleiðingu það, að takmarka umfang skaðabótaábyrgðar, bæði ábyrgðarinnar sem slíkrar og einnig bótafjárhæðar, þótt slíkt sé án efa sjaldgæfara.67 Skilyrðið um sennilega afleið- ingu er sett til vemdar hagsmunum hins bótaskylda. Inntak þess hlýtur því að ráðast af mati á því hvar sé sanngjamt að draga mörkin milli ábyrgðar hans og þeirra hagsmuna tjónþola að fá bætt tjón sitt að fullu. Þessi rök fyrir skilyrðinu, og það hagsmunamat sem á því er reist, eykur skilning á því, að mörk skaða- bótaábyrgðar, sem reist eru á skilyrðinu um sennilega afleiðingu, kunni að fær- ast til eftir eðli tjóns og eftir sakarstigi, eins og getið er að framan. Nokkrar reglur skaðabótaréttar hafa sama eða hliðstætt markmið og reglur um sennilega afleiðingu. Nægir að nefna reglur um vemdartilgang skaðabóta- reglna, sem áður er vikið að. Þá er regla 24. gr. skaðabótalaga einnig mikilvæg í þessu sambandi, en fullyrða má að svið hennar skarist að einhverju leyti við reglur um sennilega afleiðingu. I 24. gr. segir m.a. svo: Lækka má bótafjárhæð eða fella niður skaðabótaábyrgð ef ábyrgðin yrði hinum bótaskylda svo þungbær að ósanngjamt má telja eða álíta verður að öðru leyti skerðingu eða niðurfellingu sanngjama vegna mjög óvenjulegra aðstæðna. Þegar metið er hvort ástæða sé til að beita heimildinni skal líta til þess hve mikið tjónið er, eðlis bótaábyrgðar, aðstæðna tjónvalds, hagsmuna tjónþola, vátrygginga aðilja og annarra atvika. Reglan heimilar ekki aðeins að lækka bótafjárhæð, heldur einnig að fella niður skaðabótaábyrgð, en slík beiting reglunnar myndi vafalaust mjög fátíð. Hún veitir því í sjálfu sér sömu heimildir og dómstólar hafa, ef þeir komast að þeirri niðurstöðu, að á skorti, að tjón sé sennileg afleiðing háttsemi, sem fer í bága við reglur um bótagrundvöllinn. Enginn vafi er á því, að við mat á því hvort beita eigi heimildum þeim, sem mælt er fyrir um í 24. gr. til lækkunar bóta eða niðurfellingar á bótaábyrgð, eigi að líta til sakarstigs, enda beinlínis tekið fram að líta eigi til eðlis bótaábyrgðar. Annað atriði, sem líta á til, er hvemig háttað sé vátryggingum aðilja, þ.e. tjón- valds og tjónþola. Eðlilegt er að spurt sé, hvort tilvist vátrygginga, t.d. ábyrgðar- trygginga að baki tjónvaldi, eigi að hafa áhrif á mat á því, hvort skilyrðinu um sennilega afleiðingu sé fullnægt. Talið hefur verið, að ekki sé unnt að draga þessa ályktun af dönskum dómum.68 Það verður þó að telja ólíklegt, að tilvist 67 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 164. 68 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 280, en þar vitna höfundar m.a. í dóm í UfR 1989, bls. 278, þar sem tveir drengir 4 og 6 ára vom dæmdir bótaskyldir vegna umtalsverðs tjóns (u.þ.b. Ikr. 7.000.000), sem varð er þeir komust inn í minkabú og hleyptu út um 2000 minkum. Tjónið varð er minkar sluppu, sumir drápust, skinn annarra, sem fangaðir vom skemmdust, en mest var tjónið þó vegna þess að skráðar ræktunarupplýsingar um hvem mink fóm forgörðum er þeir sluppu úr búmnum, sem upplýsingamar vom festar við. Fram kemur í dóminum, að ábyrgðartrygging að baki drengjunum myndi aðeins bæta tjón að fjárhæð u.þ.b. Ikr. 300.000. 353
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.