Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 54
2.7 Ákvæði 138. og 139. gr. hgl. 2.7.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd 2.8 Ákvæði 140. og 141. gr. hgl. 2.8.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd 3. SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR 1. VIÐFANGSEFNI GREINARINNAR Hinn 2. júní 1998 var samþykkt þingsályktun um könnun á starfsskilyrðum stjórnvalda, eftirliti með starfsemi þeirra og viðurlögum við réttarbrotum í stjórnsýslu.1 Af þessu tilefni skipaði forsætisráðherra 19. ágúst 1998 nefnd til að annast það verkefni sem ályktunin kvað á um. Lauk nefndin störfum á árinu 1999 með útgáfu skýrslu sem lögð var fyrir haustþing Alþingis það ár.2 í 4. kafla skýrslunnar er fjallað um afleiðingar réttarbrota í stjómsýslunni. í undirkafla 4.9.1 er sett fram dæmi um „leiðir sem færar eru til úrbóta“ að því er varðar lagareglur um refsiábyrgð starfsmanna stjómsýslunnar. Þar segir m.a. svo: Eftir athugun á efni, orðalagi og hugtakanotkun ákvæða XIV. kafla laganna er það mat nefndarinnar að þörf sé á endurskoðun kaflans með tilliti til þeirra miklu breyt- inga sem orðið hafa á stjómsýslunni og starfsumhverfi hennar á þessum tíma. Að mati nefndarinnar þarf að taka afstöðu til þess hvort lagatæknileg og refsipólitísk rök standi til þess að afmarka nánar hugtakið opinber staifsmaður, einkum í ákvæð- um 134.-135. gr. og 138.-141. gr. almennra hegningarlaga, þannig að skilgreining þess hóps opinberra starfsmanna sem þessi ákvæði tækju til verði skýrari. Með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem orðið hafa í íslenskri stjómsýslu og starfsskilyrðum hennar er það mat nefndarinnar að taka þyrfti til athugunar einstök ákvæði með hliðsjón af þeim verndarhagsmunum sem að baki þeim búa og greina hvort þörf sé á endurbótum með þarfir nútímasamfélags í huga. í dæmaskyni má benda á tvö svið sem þörf er á að taka til sérstakrar athugunar: 1. Síðustu ár hefur orðið hröð þróun í upplýsinga- og margmiðlunartækni og þykja Islendingar standa nokkuð framarlega á þeim vettvangi. I þessu tilliti má benda á að sett hafa verið upplýsingalög nr. 50/1996 sem tryggja almenningi aðgang að upp- lýsingum í vörslu stjórnvalda. Upplýsingalögin mæla svo fyrir að ákveðnar við- kvæmar upplýsingar um einkamálefni, svo sem upplýsingar um veruleg félagsleg vandamál svo og um heilsuhagi o.fl., skuli áfram vera undanþegnar aðgangi almennings. Um leið og aðgangur almennings er gerður greiður að upplýsingum í stjómsýslunni þarf að grípa til virkra ráðstafana til að koma í veg fyrir að upplýs- ingar, sem leynd á að ríkja um, séu misnotaðar eða komist til óviðkomandi manna. í 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er kveðið svo á að hverjum starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær 1 Alþt. 1997-1998. A-deild, bls. 525 og 6072. 2 Skýrsla nefndar forsætisráðherra um starfsskilyrði stjómvalda, eftirlit með starfsemi þeina og um viðurlög við réttarbrotum í stjómsýslu. Forsætisráðuneytið, Reykjavík (1999), sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2549-2645. 358
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.