Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 57
opinbers valds.7 Þessi lögbundna afmörkun byggir á málefnalegum sjónar- miðum um nauðsyn þess að tryggt sé að opinbert vald sé ekki misnotað til tjóns fyrir borgarana. Það er því ekki lagalega haldbært sjónarmið að telja að sérrefsiábyrgð opinberra starfsmanna feli í sér mismunun gagnvart þeim sem brjóti í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Við skýringu tiltekinna verknaðarlýsinga XIV. kafla hgl., t.d. 134., 135., 136., 140. og 141. gr., kann einnig að vera nauðsynlegt að horfa til þess að um störf og starfsskyldur einstakra hópa opinberra starfsmanna gilda að jafnaði sérstök sérrefsilög auk almennu ákvæðanna í XIV. kafla hgl.8 Má t.d. nefna hjúkrunarlög nr. 8/1974, læknalög nr. 53/1988, lögreglulög nr. 70/1996 og lög nr. 75/2000 um brunavamir. Þegar metin em tengsl refsiákvæða um opinbera starfsmenn og almennra lagareglna, s.s. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verður að hafa í huga samspil refsinga og stjómsýsluviðurlaga á borð við áminn- ingu eða uppsögn eða jafnvel frávikningu úr starfi vegna brota á starfsskyldum. Hafi ríkisstarfsmaður gerst brotlegur við þagnarskylduákvæði 18. gr. laga nr. 70/1996 í starfí sínu og hlotið áminningu yfirmanns á grundvelli 21. gr. sömu laga kann að vera eðlilegt að láta saksókn niður falla með heimild í f-lið 2. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 og meginreglu 12. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993. Verði aftur á móti talið rétt að ákæra í málinu getur sú aðstaða að starfsmanni hafi verið vikið úr starfí vegna þeirrar háttsemi sem hann er ákærður fyrir hugsanlega leitt til refsilækkunar ef sakfellt er, sbr. H 1995 2610. Sömu sjónarmið eiga við um það tilvik þegar rikisstarfsmaður neitar að hlýða löglegri skipun yfirmanns. Slík háttsemi gæti verið brot á 15. gr. laga nr. 70/1996 og varðað áminningu 7 Þeir menn, sem ekki eru sjálfir opinberir starfsmenn, geta þó gerst sekir um brot á ákvæðum XIV. kafla hgl. eftir venjulegum hlutdeildarreglum, sjá Alþt. 1939, A-deild, bls. 377. í almennum athugasemdum greinargerðar með XIV. kafla hgl. kemur einnig fram að stundum megi jafnvel lfta svo á að sá sem ekki gegnir opinbera starfinu (extraneus) sé aðalfremjandi brotsins, sjá Alþt. 1939, A-deild, bls. 377. Sjá hér einnig til hliðsjónar úr dönskum rétti O.H. Krabbe: Borgerlig Straffelov af 15 April 1930.4. útgáfa, G.E.C. Gads Forlag, Kaupmannahöfn (1947), bls. 397, og Vagn Greve, Asbjurn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: Kommenteret straffelov, Special del. 7. útgáfa, Jurist- og 0konomforbundets Forlag, Kaupmannahöfn (2001), bls. 86. Áður er rakið að í þessari grein verður ekki fjallað með almennum hætti um hugtakið opinber starfsmaður í XIV. kafla hgl. Um það atriði vísast m.a. til framangreindrar ritgerðar höfundar, sjá nmgr. 3. 8 Jónatan Þórmundsson: sama rit, bls. 99. 361
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.