Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 58
samkvæmt 21. gr. sömu laga og jafnvel uppsögn úr starfi á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laganna ef viðkomandi starfsmaður bætti ekki ráð sitt.9 2.2 Ákvæði 128. og 129. gr. hgl. 128. gr. Ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. 129. gr. Ef opinber starfsmaður heimtar eða tekur sér eða öðrum til ávinnings við sköttum eða gjöldum, sem gjaldandi skuldar ekki, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við verknaðinum eftir öðrum ákvæðum laganna. Vægari refsingu að tiltölu skal beita, ef sökunautur hefur í upphafi tekið við gjaldinu í þeirri trú, að gjaldandinn skuldaði það, en heldur gjaldinu síðan í ávinningsskyni, eftir að hann komst að hinu rétta. 2.2.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd Ákvæði 128. og 129. gr. hgl. lúta að þeim tilvikum þegar opinber starfs- maður notar aðstöðu sína til óréttmætrar viðtöku ávinnings. Samkvæmt 128. gr. þarf ávinningur sá sem fjallað er um í ákvæðinu ekki að vera fjárhagslegs eðlis eins og rakið er í lögskýringargögnum. Þá er þar gengið út frá því að slíkur ávinningur geti verið til handa öðrum en hinum opinbera starfsmanni sjálfum. Verknaðurinn er refsiverður enda þótt starf það er greiðslan kemur fyrir sé að öllu leyti lögmætt. Þá er gengið út frá því í lögskýringargögnum að það sé einnig refsivert samkvæmt þessu ákvæði þegar opinber starfsmaður tekur eða áskilur sér ávinning fyrir starf sem hann hefur þegar framkvæmt og virðist þá litið til orðalagsins „í sambandi við framkvæmd starfa síns“.10 Ekki er fjallað nánar um verknaðarlýsingu 129. gr. hgl. í lögskýringargögnum að öðru leyti en því að tekið er fram að það samsvari 138. gr. hegningarlaganna frá 1869. Þó sé 9 Róbert R. Spanó: sama grein, bls. 525, og Vagn Greve, Asbjorn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 87-88. Almennt verður að líta svo á að sakamálameðferð í tilefni af ólög- mætu (og refsiverðu) háttemi opinbers starfsmanns útiloki ekki beitingu stjómsýsluviðurlaga, s.s. áminningar, sem kunna að vera nauðsynlegur undanfari þess að uppsögn sé heimil, sjá hér 21. og 44. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Beiting stjómsýsluviðurlaga útilokar heldur ekki að mál fari í sakamálameðferð í kjölfarið, sjá til hliðsjónar Vagn Greve, Asbjorn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 88, en þar vísa höfundar til tveggja álita umboðsmanns danska Þjóðþingsins um sambandið á milli sakamálameðferðar máls og beitingu stjómsýsluviðurlaga af sama tilefni, sjá FOB 1976 115 og FOB 1991 233. í riti þeirra er þó vísað til þess að eftirfarandi sakamálameðferð leiði að jafnaði til þess að fallið sé frá útgáfu ákæru eða til refsibrottfalls með tilliti til meginreglunnar um að engum skuli refsað tvisvar fyrir sama verknað (ne bis in idem), sbr. t.d. UFR 1958 443 0. Höfundar árétta þó að reglan um ne bis in idem í 4. gr. samningsviðauka nr. 7 við Mannréttindasáttmála Evrópu girði ekki fyrir að heimilt sé að beita stjómsýsluviðurlögum samhliða hefðbundinni refsingu fyrir santa háttemi, sjá bls. 88 í framangreindu riti. 10 Alþt. 1939, A-deild, bls. 377-378. 362
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.