Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 59
síðari málsliður ákvæðisins, sem hefur að geyma refsilækkunarástæðu í þeim tilvikum þegar um eftirfarandi ásetning (dolus subsequens) er að ræða, nýmæli.11 Ákvæði 128. gr. hgl. hefur í daglegu tali og í fræðilegri umfjöllun verið nefnt mútuþægni. Lýsir það hugtak nokkuð vel inntaki verknaðarlýsingarinnar. Með ákvæðinu er leitast við að spoma við því að opinber starfsmaður stuðli að því að hann sjálfur eða einhver annar fái tiltekinn ávinning sem hann á ekki tilkall til.12 Heimting, viðtaka eða loforð um ávinning verður að auki að vera „í sambandi við framkvæmd starfa“ starfsmannsins hjá hinu opinbera, sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júlí 2002 í máli nr. S-1393/2002, og verður að sanna að viðkomandi hafi „ekki átt tilkall til“ umrædds ávinnings, sbr. H 1994 2275. Það hefur verið fátítt að reyni hafi á ákvæði 128. og 129. gr. almennra hegningarlaga í dómaframkvæmd á síðari árum, sjá þó H 1986 1258,11 H 1994 2275 og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júlí 2002 í máli nr. S-1393/2002. Frá fyrri tíð má einnig nefna til hliðsjónar H 1952 132, H 1944 219 og H 1937 1005.14 í H 1994 2275 var E m.a. gefið að sök að hafa sem bæjarfógeti og uppboðshaldari og eftir 1. júlí 1992 sem sýslumaður áskilið sér í embættisstörfum með ólögmætum og saknæmum hætti við meðferð uppboðs- og nauðungarsölumála árin 1989-1993 greiðslur frá uppboðsbeiðendum, samtals 1.369.040, fyrir að sjá til þess að mætt yrði af hálfu þeirra við fyrirtöku málanna og að sú mæting yrði bókuð í þingbók og eftir 1. júlí 1992 í gerðabók sýslumanns. í ákærunni var m.a. rakið að framkvæmdin hefði verið sú að ákærði hefði bókað einhvern af starfsmönnum embættisins mættan, langoftast meðákærða G, sem síðar staðfestu mætingar sínar með nafnritun sinni einni í þingbók og síðar í gerðabók, en ákærði hafði við fyrirtöku málanna sjálfur gætt hagsmuna gerðarbeiðenda og skráð boð, fresti eða beiðnir um aftur- köllun, eftir því sem við átti hverju sinni. Fyrir hvert mót áskildi ákærði sér 2.500 kr. þóknun. í héraðsdómi sagði m.a. svo (bls. 2296): „Það er álit dómsins, að það 11 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378. 12 í grein Jónatans 1‘órmundssonar: „Mútur“. Úlfljótur. 4. tbl. (1973), bls. 376-384, er fjallað með almennum hætti um ákvæði íslenskra laga um mútur. Er þar greint á milli 109. gr. hgl. sem fela í sér „aktívar mútur“ og 128. gr. hgl. sem fela í sér „passívar mútur“, sjá hér bls. 376-377 í framangreindri grein. 13 H 1986 1258. í máli þessu voru tveir tollverðir, L og M, ákærðir fyrir brot á 128. gr. hgl. með því að hafa í störfum sínum er þeir unnu saman að tollafgreiðslu m.s. Mánafoss við brottför skipsins úr Sundahöfn í Reykjavík á árinu 1983, „þegið og/eða haft á brott með sér frá borði hvor í sínu lagi tollvaming“. L var nánar tiltekið ákærður fyrir að hafa þegið og haft meðferðis frá borði eina eins lítra flösku af genever og dós af niðursoðinni skinku, DAK, 900. gr„ en ákærði M fyrir að hafa haft meðferðis frá borði eina flösku af vodka og eina lengju (10 pakka) af Winston vindlingum. í héraðsdómi var talið sannað með vísan til játningar L og annarra gagna málsins að hann hefði þegið að gjöf ofangreinda hluti um borð í skipinu er hann var að standa vaktir sem tollvörður. M var sýknaður. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóminn með „skírskotun til raka“ hans. 14 Þessir dómar em reifaðir með skilmerkilegum hætti í framangreindri grein Jónatans Þórmunds- sonar. 363
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.