Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 71
athugun á reglum sem standa utan við ákvæðið. Álitaefni geta því auðveldlega risið um það hvers konar upplýsingar falla innan gildissviðs þess. í lögskýr- ingargögnum er að finna óljósa afmörkun á þessu atriði en þar segir meðal annars svo: Leyndarmál þau, er starfsmaðurinn á að gæta og misnota ekki í ávinningsskyni, geta verið með tvennum hætti. Annarsvegar öll leyndarmál, er hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, hvort sem þau varða starf hans eða ekki, t.d. vitneskja notarii publici um gildi erfðaskrár. Hinsvegar öll leyndarmál, er varða embætti hans eða sýslan, án tillits til þess, hvort starfsmaðurinn hefir fengið vitneskju um þau í starfi sínu eða ekki. Meðan hann gegnir starfinu, á hann að gæta leyndarmála í sambandi við það, hvemig sem hann hefir að þeim komizt. Að sjálfsögðu verður honum þó að vera kunnugt um, að málefnið varðar starf hans og á að fara leynt. [...] I síðari mgr. er refsing lögð við því, ef fyrrverandi opinber starfsmaður segir frá eða misnotar vitneskju, sem hann hefir fengið í starfi sínu og leynt á að fara. Hafi hann fengið slíka vitneskju á annan hátt er hann ekki bundinn þagnarskyldunni svo refsivert sé eftir þessari grein, eftir að hann hefir látið af starfinu.35 Til samanburðar skal hér vakin athygli á því að 1. janúar 1987, samtímis gildistöku nýrra stjórnsýslulaga (d. forvaltningslov 571/1985) í Danmörku, gengu í gildi breytingar á 16. kafla dönsku hgl., sbr. lov 573/1985 frá 19. desember þ.á. Tilgangur þeirra var meðal annars sá að setja skýrari ákvæði um nýtingu og afhendingu opinbers starfsmanns á trúnaðarupplýsingum sem leitt gæti til refsiábyrgðar.36 I 1. mgr. 152. gr. dönsku hgl. er að finna lýsingu á hugtakinu trúnaðarupplýsingar (d. fortrolige oplysninger) til afmörkunar á því hvaða upplýsingar það eru sem falla undir ákvæðið. Þá er í 3. ntgr. 152. gr. að finna sérstaka skilgreiningu á hugtakinu trúnaðarupplýsingar sem er svohljóð- andi: En oplysning er fortrolig, nár den ved lov eller anden gyldig bestemmelse er betegnet som sádan, eller nár det i pvrigt er npdvendigt at hemmeligholde den for at varetage væsentlige hensyn til offentlige eller private interesser. Af hálfu danskra fræðimanna hefur verið lagt til grundvallar að fyrri hluti tilvitnaðrar 3. mgr. 152. gr. dönsku hgl. taki til þeirra tilvika þar sem sérákvæði laga leiða til þess að sérstakar tegundir upplýsinga teljast vera trúnaðarlegs eðlis. í öðrum tilvikum geti verið um að ræða slík ákvæði í almennum stjóm- valdsfyrirmælum eða öðrum verklagsreglum sem stjómvöld hafa sett sér. Á hinn bóginn leiði síðari hluti ákvæðisins til þess að fram fari mat á nauðsyn refsiverndar með tilliti til verulegra almanna- og einkahagsmuna. Er rakið að í 35 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378. 36 Sjá hér nánar betænkning 998/1984 om tavshedspligt og FT 1985/86 A 253, sbr. einnig umfjöllun hjá Jon Andersen: „Tavshedspligt i forvaltningen". Juristen. 4. tbl. (1988), bls. 159-180, og hjá Vagn Greve, Gorm Toftegaard Nielsen & Asbjdrn Jensen: sama rit, bls. 97-98. 375
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.