Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 72
því sambandi sé rétt að hafa til hliðsjónar lagareglur sem mæla fyrir um slfkt
mat af hálfu stjórnvalda, sbr. hér á landi 17. gr. stjómsýslulaga, sbr. einnig 5. og
6. gr. upplýsingalaga nr. 70/1996. Upplýsingar sem aðili stjórnsýslumáls eða
almenningur hefði aðgang að á grundvelli mats sem byggt væri á fyrirmælum
þessara ákvæða myndu því að jafnaði ekki teljast til trúnaðarupplýsinga í merk-
ingu 152. gr. dönsku hgl.37
Með framangreinda aðstöðu í Danmörku í huga er það álit höfundar þessarar
greinar að rétt sé að fram fari athugun á því hér á landi hvort núgildandi ákvæði
136. gr. hgl. hafi að geyma fullnægjandi lýsingu á því hvað teljast upplýsingar
sem „leynt eiga að fara“. Miðað við orðalag ákvæðisins, sem telja verður
nokkuð óskýrt, má t.d. draga í efa að hægt sé að leggja til grundvallar sömu
aðferðafræði og lýst var hér að framan að því er varðar 152. gr. dönsku hgl. Ef
það reynist rétt er ljóst að það kann að leiða til minni refsivemdar fyrir einstakl-
inga. Þá verður hér einnig að hafa í huga þá hagsmuni hins opinbera sem
tengdir eru þagnarskyldu opinberra starfsmanna.
2.5. 3 Nýmæli 152 gr. a -152. gr. f dönsku hgl.
Með ofangreindum lögum frá 1985 (lov 573/1985) sem tóku gildi í Dan-
mörku 1. janúar 1987 samfara gildistöku nýrra stjómsýslulaga (lov 571/1985)
var nýjum ákvæðum 152. gr. a -152. gr. f bætt inn í dönsku hgl. Samsvarandi
ákvæðum er ekki til að dreifa í íslensku hegningarlögunum. Rétt er að taka
umrædd ákvæði dönsku hgl. hér orðrétt upp:
§ 152 a.
Bestemmelsen i § 152 finder tilsvarende anvendelse pá den, som i pvrigt er eller
har været beskæftiget med opgaver, der udfpres efter aftale med en offentlig
myndighed. Det samme gælder den, som virker eller har virket ved telefonanlæg,
der er anerkendt af det offentlige.
§ 152 b.
Med samme straf som efter § 152 straffes den, som udpver eller har udpvet en
virksomhed eller et erhverv i medfpr af offentlig beskikkelse eller anerkendelse,
og som uberettiget videregiver eller udnytter oplysninger, som er fortrolige af
hensyn til private interesser, og hvortil den págældende i den forbindelse har fáet
kendskab.
Stk. 2.
Med samme straf som efter § 152 straffes endvidere den, som virker eller har
virket som ansat ved De Europæiske Fællesskabers Statistiske Kontor, eller som
arbejder eller har arbejdet i kontorets lokaler, og som uberettiget videregiver eller
udnytter fortrolige statistiske oplysninger, hvortil den págældende i den forbind-
else har fáet kendskab.
§ 152 c.
Bestemmelseme i §§ 152-152 b gælder ogsá for de págældende personers med-
hjælpere.
37 Vagn Greve, Gorm Toftegaard Nielsen & Asbjorn Jensen: sama rit, bls. 98
376