Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 75
2.6.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og álitaefni við skýringu Ákvæði 137. gr. hgl. hefur það að nokkru leyti að markmiði að vernda frið- helgi einkalífs. Einnig má benda á þá hagsmuni sem tengdir eru bréflegum sam- skiptamáta manna á milli og samskiptum manna með fjarskiptatækni, m.a. að því er varðar viðskipti o.s.frv. í lögskýringargögnum er rakið að ákvæðið sam- svari 139. gr. hegningarlaganna 1869 að því er póstmenn varði en áþekkum ákvæðum sé einnig bætt við um símamenn. Þá eigi greinin einnig að sjálfsögðu við um „loftskeytasendingar og útvarpstilkynningar“.39 Hafa verður í huga að sú þróun hefur átt sér stað í póst- og fjarskiptamálum hér á landi að slík þjónusta hefur verið að færast úr hendi hins opinbera til einkaréttarlegra aðila sem annast þjónustuna á grundvelli opinberra leyfa, sbr. t.d. lög nr. 142/1996, um póstþjónustu, og lög nr. 107/1999, um fjarskipti. Það er því álitaefni hvort ekki sé nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort refsi- ábyrgð samkvæmt 137. gr. hgl. skuli einnig taka til þeirra aðila sem fengið hafa leyfi til póstdreifingar eða til að annast fjarskiptastarfsemi á grundvelli opinbers leyfis og teljast því ekki opinberir starfsmenn í hefðbundnum skilningi, sjá hér hins vegar sérákvæði 187. gr. almennra hegningarlaga. 2.7 Ákvæði 138. og 139. gr. hgl. 138. gr. Nú hefur opinber starfsmaður gerst sekur um refsilagabrot með verknaði, sem telja verður misnotkun á stöðu hans, og við því broti er ekki lögð sérstök refsing sem broti í embætti eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. 139. gr. Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar rétt- indum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. 2.7.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd Ákvæði 138. gr. hgl. hefur að geyma sérstaka refsihækkunarheimild í þeim tilvikum þegar opinber starfsmaður hefur gerst sekur um refsilagabrot með verknaði sem telja verður misnotkun á stöðu hans og við því broti er ekki lögð sérstök refsing sem broti í embætti eða sýslan. Þá er gert ráð fyrir þeirri aðstöðu í 139. gr. hgl. að opinber starfsmaður hafi í öðrum tilfellum en lýst er í XIV. kafla laganna misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera. 39 Alþt. 1939, A-deild, bls. 379. 379
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.