Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 76
Algengast er að það reyni á framangreind ákvæði í dómaframkvæmd um refsi- verða háttsemi opinbers starfsmanns. Hér skulu tekin dæmi um nýlega dóma.40 í H 1995 2610 var K, fyrrum forstöðumanni hagdeildar Búnaðarbanka Islands, gefið að sök að hafa í starfi sínu með kerfisbundnum og skipulegum færslum á innistæð- um á milli fimm gjaldeyrisreikninga sinna í bankanum og um leið með misnotkun á aðstöðu sinni í trúnaðarstarfi og sem eigandi gjaldeyrisreikninganna komið fram, sjálfum sér til ávinnings og bankanum til samsvarandi tjóns, stórfelldum hækkunum á skráðum gjaldeyrisinnstæðum sínum, samtals a.m.k. 20-25 milljónir króna um- fram hagstæðustu ávöxtunarkjör bankans. I ákæru var ofangreind háttsemi aðallega talin varða við 249. gr. hgl., sbr. 138. gr., en til vara við 139. gr. hgl. Héraðsdómur sýknaði ákærða. Hæstiréttur féllst ekki á röksemdir héraðsdóms og sakfelldi ákærða m.a. með eftirgreindum athugasemdum: „Ákærði gegndi stöðu yfirmanns hjá Bún- aðarbanka íslands. Var hann bundinn trúnaðarskyldum við bankann, sem honum bar að virða í starfi sínu og utan þess, sbr. 28. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Viðskipti hans við gjaldeyrisdeild voru afbrigðileg að því leyti, að hann naut sérstakra kjara umfram aðra viðskiptamenn, sem veitt voru á kostnað bankans. Verður að álykta, að ákærði hafi einkum fengið þessi kjör vegna þess að hann var starfsmaður bankans. [...] Heimildir þær, sem ákærði hafði frá stjómendum bankans til að ávaxta fé sitt á innlendum gjaldeyrisreikningum, leystu hann á engan hátt undan trúnaðarskyldum sínum gagnvart bankanum. Hlaut honum fljótlega að verða ljóst, að hin eindregna kaupmennska hans á áhættu bankans væri ósam- rýmanleg stöðu hans í bankanum og að umfang viðskiptanna væri orðið annað en það, sem stjómendurnir gerðu sér grein fyrir, þegar við hann var samið um sérstök kjör. [...] Þegar allt þetta er virt, er óhjákvæmilegt að líta svo á, að ákærði hafi misnotað aðstöðu sína sér til ávinnings og tjóns fyrir bankann og um leið brotið gegn starfsskyldum sínum. Telst brot hans því varða við 249. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 138. gr. laganna". í H 1998 583 var B, sveitarstjóri Reykhólahrepps, ákærður fyrir umboðssvik, fjár- drátt og brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, „framin í opinberu starfi“. Samkvæmt 1. kafla ákæru var honum gefið að sök að hafa veðsett fasteign hreppsins án heimildar hreppsnefndar til tryggingar láni hjá Byggðastofnun sem fyrirtæki undir stjóm og í eigu ákærða tók. Þá var honum í A-lið II. kafla ákæru gefið að sök að hafa dregið sér andvirði tveggja lána Byggingarsjóðs verkamanna til sveitarsjóðs samkvæmt veðskuldabréfum sem ákærði gaf út í nafni hreppsins. í héraðsdómi kom fram að á sveitarstjóranum hefðu hvílt „réttindi og skyldur starfsmannalaga og sveitarstjómarlaga“. Hæstiréttur vék ekki sérstaklega að stöðu ákærða samkvæmt ákvæði 138. gr. hgl„ en tók fram að auka bæri refsingu hans eftir ákvæðinu, enda hefði hann framið „öll brot sín í opinberu starfi“. í H 2000 838 var R ákærður fyrir tollalagabrot og skjalafals í opinbem starfi með því að hafa sem deildarstjóri hjá tollstjóranum í Reykjavík afskrifað 90% af verði 40 Sjá hér einnig eftirfarandi dóma þar sem reynt hefur á 138. og/eða 139. gr. hgl.: H 1981 430, H 1983 1074, H 1988 990, H 1988 1049, H 1989 512, H 1994 1130, H 1995 3025 og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júlí 2002 í máli nr. S-1393/2002. 380 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.